Einn af háttsettari leiðtogum Hamas-samtakanna, Saleh al-Arouri, ásamt liðsmönnum sínum, var ráðinn af dögum í Beirút, höfuðborg Líbanons, þriðjudaginn 2. janúar. Íranir segja að sprengjuárásin sem varð honum að aldurtila hafi verið skipulögð og framkvæmd af Ísraelsher, en í kjölfar árásarinnar er ástandið á milli Ísraels, Líbanons, Írans, Hamas og Hezbollah á suðupunkti.
„Engar reglur“ ef kæmi til stríðs
Leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon, Hassan Nasrallah, hét hefndum í ræðu sinni og sagði að þessi árás „muni ekki viðgangast án refsingar“, viðbrögð Hezbollah yrðu ströng og „engar reglur“ yrðu viðhafðar ef til stríðs kæmi við Ísrael í kjölfarið. Ástandið flækist gríðarlega af þeim sökum að Íran er í bandalagi við herská samtök Hezbollah og Hamas, sem eru hvort tveggja í stríði við Ísrael. Þá varð gríðarlega blóðug hryðjuverkaárás í Íran 3. janúar við minningarathöfn íransks hershöfðingja, sem var ráðinn af dögum af ríkisstjórn Donald Trumps, fyrrum Bandaríkjaforseta, fyrir fjórum …
Athugasemdir