Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hefndum heitið af leiðtoga Hezbollah, – árás Ísraelshers „mun ekki viðgangast án refsingar“

Mið-Aust­ur­lönd eru á al­ger­um suðupunkti eft­ir að hátt­sett­ur leið­togi Ham­as var ráð­inn af dög­um í Líb­anon í vik­unni. Hryðju­verka­árás í Ír­an, linnu­laus­ar landa­mæra­skær­ur Hez­bollah og Ísra­els­hers og árás­ir Houtha á Rauða­hafi vekja einnig spurn­ing­ar um frek­ari út­breiðslu stríðs­ins á Gasa.

Hefndum heitið af leiðtoga Hezbollah, – árás Ísraelshers „mun ekki viðgangast án refsingar“
Reiðar líbanskar konur við útför Hamas-leiðtoganna Mikil reiði er meðal Líbana vegna árásar Ísraelshers á höfuðborg Líbanons sem grandaði nokkrum leiðtogum Hamas. Mynd: AFP

Einn af háttsettari leiðtogum Hamas-samtakanna, Saleh al-Arouri, ásamt liðsmönnum sínum, var ráðinn af dögum í Beirút, höfuðborg Líbanons, þriðjudaginn 2. janúar. Íranir segja að sprengjuárásin sem varð honum að aldurtila hafi verið skipulögð og framkvæmd af Ísraelsher, en í kjölfar árásarinnar er ástandið á milli Ísraels, Líbanons, Írans, Hamas og Hezbollah á suðupunkti.

„Engar reglur“ ef kæmi til stríðs

Leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon, Hassan Nasrallah, hét hefndum í ræðu sinni og sagði að þessi árás „muni ekki viðgangast án refsingar“, viðbrögð Hezbollah yrðu ströng og „engar reglur“ yrðu viðhafðar ef til stríðs kæmi við Ísrael í kjölfarið. Ástandið flækist gríðarlega af þeim sökum að Íran er í bandalagi við herská samtök Hezbollah og Hamas, sem eru hvort tveggja í stríði við Ísrael. Þá varð gríðarlega blóðug hryðjuverkaárás í Íran 3. janúar við minningarathöfn íransks hershöfðingja, sem var ráðinn af dögum af ríkisstjórn Donald Trumps, fyrrum Bandaríkjaforseta, fyrir fjórum …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár