Þann 16. janúar næstkomandi mun nýr borgarstjóri taka við í Reykjavík. Í fyrsta sinn í næstum áratug mun borginni verða stýrt af einhverjum öðrum en Degi B. Eggertssyni sem hefur gegnt því embætti sleitulaust frá árinu 2014.
Enginn hefur heldur setið lengur í borgarstjórn en Dagur. Þangað kom hann árið 2002, fyrst fyrir Reykjavíkurlistann en síðan fyrir Samfylkinguna.
Sá sem tekur við borgarstjórastöðunni er Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Um það var samið við myndun meirihluta eftir síðustu kosningar að þeir myndu hafa sætaskipti eftir 18 mánuði. Dagur verður því formaður borgarráðs eftir nokkra daga.
Það er viðeigandi að byrja á því að spyrja Dag hvað hann ætli að gera næst? „Ég er ekki búinn að ákveða annað en að taka við formennsku í borgarráði. Vonandi fæ ég núna meira færi á að horfa í kringum mig og velta þessu fyrir mér því að ég sé ekki fyrir mér að fara …
Athugasemdir (5)