Kristín Eiríksdóttir rithöfundur gekk hratt um gólf þegar hún heyrði af því að sænska hljóðbókafyrirtækið Storytel ætlaði sér að fá vélar, gervigreind, til að þýða bæku og að íslenski armur þess tæki vel í hugmyndina. Henni fannst fréttirnar svakalegar og stórar. „Það er heil stétt þarna sem breytist úr þýðendum í yfirlesara fyrir tölvu,“ sagði Kristín í Jólabókaboði Heimildarinnar.
Í júní þessa árs birtust fréttir þess efnis að gervigreindarraddir til viðbótar „upplesinna mennskra radda bjóðast viðskiptavinum Storytel innan skamms,“ eins og það var orðað í frétt Ríkisútvarpsins. Dan Panas, samskiptastjóri Storytel, sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að gervigreindarraddirnar ættu alls ekki að koma í stað þess að „raunverulegt fólk lesi upp bækurnar“ en að viðbótin þýddi minni framleiðslukostnað á hljóðbókum.
Hann sagði svo að fólk ætti að hafa val um raddir þegar kæmi að hljóðbókum, og ef mennsk rödd …
Athugasemdir (2)