Fyrir helgi staðfesti embætti héraðssaksóknara að það hefði ákveðið að fella niður hið svokallaða Skeljungsmál. Það þýðir að enginn þeirra einstaklinga sem lágu undir grun í málinu, og hafa verið til formlegrar rannsóknar síðan sumarið 2016, verða ákærð í málinu.
Ýmislegt sker sig úr í þessu máli. Rætur þess liggja til sumarsins 2008, og eru því rúmlega 15 ára gamlar. Fólkið sem var til rannsóknar eru allt fyrirferðamiklir fjárfestar í íslensku viðskiptalífi sem sitja meðal annars í stjórnum skráðra félaga.
Rannsóknin teygði sig til annarra landa og henni lauk fyrir um tveimur árum síðan. Frá þeim tíma hefur ákvörðun um það hvort ákæra eigi í málinu eða ekki legið inni hjá saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara, sem Ólafur Þór Hauksson stýrir.
Hann staðfesti, líkt og áður sagði, við fjölmiðla í síðustu viku að það verði ekki ákært í málinu. Í tilkynningu frá tveimur þeirra einstaklinga sem fengu stöðu sakbornings í málinu, …
Athugasemdir