Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Kosningar sem geta gjörbreytt heiminum 2024

Stærsta kosn­inga­ár sög­unn­ar verð­ur á þessu ári. 70 kosn­ing­ar munu eiga sér stað víða um heim sem marg­ar hverj­ar munu ráða gangi al­þjóða­mála næstu ár­in. Sum­ar eru fyr­ir­fram gefn­ar, aðr­ar full­kom­lega óvís­ar. Til mik­ils verð­ur að vinna og tapa, á sama tíma og upp­lýs­inga­óreiða, áhrif gervi­greind­ar og spill­ing­ar verða alltumlykj­andi.

Margar forseta, þings, svæðis- og sveitarstjórnarkosningar verða á árinu víða um heim á árinu 2024. Talað er um allt að 70 kosningar og að tæpur helmingur íbúafjölda jarðarinnar gangi að kjörkössunum. Helstu vendingar til að fylgjast með í misjafnlega lýðræðislegum ríkjum yfir næsta árið verða greindar hér stuttlega, en gervigreind, upplýsingaóreiða og óstöðugleiki á heimsvísu verða þættir sem munu allir hafa gríðarleg áhrif á málin sem verða á dagskrá og framkvæmd kosninganna sjálfra.

Í þessum mánuði verða kosningar í Taívan þar sem deilumálið um sjálfstæði Taívan er á dagskrá og bæði Kína og Bandaríkin fylgjast grannt með. Sitjandi ríkisstjórnarflokkurinn DPP mælist aðeins með um 35% fylgi en þykir áfram sigurstranglegur sökum óreiðu meðal andstæðinga sinna. Eftir sigur DPP síðast brugðust kínversk yfirvöld við með ókvæðum og skáru á samskipti við Taívan og hafa síðan haldið heræfingar undan ströndum eyjunnar, beitt efnahagslegum þrýstingi og upplýsingastríði.

Í febrúar má vænta tíðinda …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    ALLIR MEGA HAFA ÞAÐ EINS OG ÞEIM SJÁLFUM SÝNIST BARAEKKI VERA MEÐ GLÆPI ALSKONAR OG FLEIRA MIÐUR FALLEGT
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár