Margar forseta, þings, svæðis- og sveitarstjórnarkosningar verða á árinu víða um heim á árinu 2024. Talað er um allt að 70 kosningar og að tæpur helmingur íbúafjölda jarðarinnar gangi að kjörkössunum. Helstu vendingar til að fylgjast með í misjafnlega lýðræðislegum ríkjum yfir næsta árið verða greindar hér stuttlega, en gervigreind, upplýsingaóreiða og óstöðugleiki á heimsvísu verða þættir sem munu allir hafa gríðarleg áhrif á málin sem verða á dagskrá og framkvæmd kosninganna sjálfra.
Í þessum mánuði verða kosningar í Taívan þar sem deilumálið um sjálfstæði Taívan er á dagskrá og bæði Kína og Bandaríkin fylgjast grannt með. Sitjandi ríkisstjórnarflokkurinn DPP mælist aðeins með um 35% fylgi en þykir áfram sigurstranglegur sökum óreiðu meðal andstæðinga sinna. Eftir sigur DPP síðast brugðust kínversk yfirvöld við með ókvæðum og skáru á samskipti við Taívan og hafa síðan haldið heræfingar undan ströndum eyjunnar, beitt efnahagslegum þrýstingi og upplýsingastríði.
Í febrúar má vænta tíðinda …
Athugasemdir (1)