Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Jólahefðir aðila vinnumarkaðarins: Hryllingsmyndir, hreindýr og hrikalega flókin grænmetisbaka

Á nýju ári munu að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins þurfa að koma sér sam­an um hvernig skuli skipta kök­unni á milli at­vinnu­rek­enda og launa­fólks. En fyrst þarf að halda jól­in, með öllu sem því til­heyr­ir, hefð­um og venj­um sem hafa lif­að með fjöl­skyld­um fólks í ára­tugi. Eða ein­hverj­um glæ­nýj­um sið­um. Heim­ild­in ræddi um jóla­hefð­ir við nokkra ein­stak­linga úr hreyf­ingu launa­fólks og röð­um sam­taka at­vinnu­rek­enda.

<span>Jólahefðir aðila vinnumarkaðarins:</span> Hryllingsmyndir, hreindýr og hrikalega flókin grænmetisbaka
Hefðir Hver hefur sinn sið á jólum. Mynd: Golli

Sumir halda kannski að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé djöfladýrkandi sem haldi ekki upp á jólin. Það er hins vegar ekki rétt. Hún segir fjölskyldu sína alltaf hafa tekið jólin alvarlega.

„Ég er alin upp af miklu jólafólki. Það var unnið mikið í desember og svo voru jólin tekin með trompi,“ segir Sólveig Anna við blaðamann. „Framleiðsla og uppsetning jólanna er ekkert grín,“ segir hún, en bætir við að þar sem afkvæmi hennar séu orðin stór hafi jólin róast frá því sem áður var.

Ein jólahefð sem fjölskyldan heldur í er að gefa sér tíma til að horfa á kvikmyndir saman, til dæmis að kvöldi jóladags. „Um margra ára skeið krafðist ég þess að öll Lord of the Rings-trílógían væri tekin, en ég þurfti svo að játa mig sigraða fyrir nokkrum árum þegar enginn nema ég mætti í sófann þegar sýning var að hefjast. Það voru allir komnir með …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár