Ína Ólöf Sigurðardóttir var 25 ára þegar hún átti von á sínu fyrsta barni ásamt eigimanni sínum, Árna Sigurðarsyni heitnum. Á 21. viku meðgöngu misstu þau barnið vegna alvarlegs fósturgalla en þau gáfu litlu stúlkunni sinni nafnið Marín. Ína segir að á þeim tíma sem hún missti Marín hafi enginn annar deilt reynslu sem hefði verið henni hjálplegt og hún nefnir að slík sorg sem meðgöngumissir er fái kannski ekki eins mikið svigrúm og skilning í samfélaginu eins og annar ástvinamissir. „Ég upplifði lítinn skilning á sorginni, pakkaði henni saman og burðaðist svo með hana í mínum bakpoka.“
Ína og Árni eignuðust tvö önnur börn en árið 2012 féll Árni frá eftir langvarandi veikindi, áratug eftir að Marín litla lést í móðurkviði. „Þegar hann dó ýfðist líka upp gamla sorgin; það er mjög algengt að það gerist. Þá tók ég ákvörðun um að vinna sem best úr makamissinum og burðast …
Athugasemdir