Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Fyrir suma eru jólin tími sorgar

Jól­in eru ekki gleði­leg há­tíð í lífi sumra og þar get­ur sorg­in haft áhrif. Ína Ólöf Sig­urð­ar­dótt­ir þekk­ir bæði missi á með­göngu og makam­issi og starfar sem fram­kvæmda­stjóri Sorg­ar­mið­stöðv­ar. Syrgj­end­ur geta haft ým­is­legt í huga þeg­ar sorg­in ger­ir vart við sig yf­ir há­tíð­irn­ar. Og að­stand­end­ur þurfa að vera til stað­ar.

Fyrir suma eru jólin tími sorgar
Vantaði meira afl Ínu fannst vanta vettvang fyrir ungar ekkjur og ekkla og börn þeirra.Hún stofnaði því Facebook-hóp í samstarfi við aðrar ungar ekkjur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ína Ólöf Sigurðardóttir var 25 ára þegar hún átti von á sínu fyrsta barni ásamt eigimanni sínum, Árna Sigurðarsyni heitnum. Á 21. viku meðgöngu misstu þau barnið vegna alvarlegs fósturgalla en þau gáfu litlu stúlkunni sinni nafnið Marín. Ína segir að á þeim tíma sem hún missti Marín hafi enginn annar deilt reynslu sem hefði verið henni hjálplegt og hún nefnir að slík sorg sem meðgöngumissir er fái kannski ekki eins mikið svigrúm og skilning í samfélaginu eins og annar ástvinamissir. „Ég upplifði lítinn skilning á sorginni, pakkaði henni saman og burðaðist svo með hana í mínum bakpoka.“

Ína og Árni eignuðust tvö önnur börn en árið 2012 féll Árni frá eftir langvarandi veikindi, áratug eftir að Marín litla lést í móðurkviði. „Þegar hann dó ýfðist líka upp gamla sorgin; það er mjög algengt að það gerist. Þá tók ég ákvörðun um að vinna sem best úr makamissinum og burðast …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár