Þau orð sem viðmælendur notuðu til að lýsa árinu 2023 benda til þess að það sé ár „óstöðugleika“ enda var það mikill „tilfinningalegur rússíbani.“
Sumir viðmælenda tóku þátt í mótmælum og börðust fyrir réttindum sínum, eða annarra dýrategunda. Hin fylgdust með úr fjarlægð og greindu þróun samfélagsmála. Þeim ber þó saman um að árið hafi einkennst af ólgu og spennu.
Órói innan ríkisstjórnarinnar
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir óstöðugleika í efnahagsmálum, mikla verðbólgu, háa vexti og óróa innan ríkisstjórnarinnar einkennandi fyrir árið 2023 þegar kemur að íslenskum stjórnmálum.
„Þá hefur það kannski helst einkennt þetta ár að órói innan ríkisstjórnarinnar hefur farið mjög vaxandi, sérstaklega milli ráðherra Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins enda hafa þessir flokkar í grundvallaratriðum ólíka hugmyndafræði og sá ágreiningur hefur komið mjög …
Athugasemdir