Tvö fyrirtæki á Íslandi nota bara lax úr landeldi í framleiðslu sína á reyktum og gröfnum laxi. Slíkur lax er vinsæll á veisluborðum Íslendinga yfir hátíðarnar og borða margir þessar vörur á milli jóla og nýárs: Reykta laxinn gjarnan með eggjahræru og grafna laxinn með þar til gerðri sósu ofan á brauð. Þessi fyrirtæki eru Hnýfill á Akureyri og Betri vörur á Ólafsfirði.
Sjókvíaeldi á eldislaxi er orðið umdeildara hér á landi en verið hefur vegna slysa sem hafa komið upp í þessari atvinnugrein á síðustu árum. Um er að ræða slysasleppingar hjá bæði Arnarlaxi og Arctic Fish og einnig stórfelldan lúsafaraldur hjá báðum fyrirtækjunum. Fyrstu fjöldamótmælin gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli nú í haust. Bæði fyrir þau og í kjölfar þeirra hefur komið upp umræða um að neytendur, verslanir og veitingahús eigi ekki að bjóða …
Athugasemdir (4)