Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Einungis tvö fyrirtæki á Íslandi selja eingöngu reyktan og grafinn lax úr landeldi

Stærstu sölu­að­il­ar á reykt­um og gröfn­um laxi hér á landi nota sjókvía­eld­is- og land­eld­islax í fram­leiðslu sína á þess­um vör­um sem Ís­lend­ing­ar borða mik­ið af á jól­um. Tvö af fyr­ir­tækj­un­um fyr­ir norð­an nota bara land­eld­islax frá Sam­herja í Öx­ar­firði en út­gerð­ar­fé­lag­ið er frum­kvöð­ull í land­eldi á lax­fisk­um hér á landi.

Einungis tvö fyrirtæki á Íslandi selja eingöngu reyktan og grafinn lax úr landeldi

Tvö fyrirtæki á Íslandi nota bara lax úr landeldi í framleiðslu sína á reyktum og gröfnum laxi. Slíkur lax er vinsæll á veisluborðum Íslendinga yfir hátíðarnar og borða margir þessar vörur á milli jóla og nýárs: Reykta laxinn gjarnan með eggjahræru og grafna laxinn með þar til gerðri sósu ofan á brauð. Þessi fyrirtæki eru Hnýfill á Akureyri og Betri vörur á Ólafsfirði. 

Sjókvíaeldi á eldislaxi er orðið umdeildara hér á landi en verið hefur vegna slysa sem hafa komið upp í þessari atvinnugrein á síðustu árum. Um er að ræða slysasleppingar hjá bæði Arnarlaxi og Arctic Fish og einnig stórfelldan lúsafaraldur hjá báðum fyrirtækjunum. Fyrstu fjöldamótmælin gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli nú í haust. Bæði fyrir þau og í kjölfar þeirra hefur komið upp umræða um að neytendur, verslanir og veitingahús eigi ekki að bjóða …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Fæ nýjan og reyktan landeldislax frá Norðanfiski í Bónus og hann er merktur landeldi.
    0
  • LE
    Loftur Eiríksson skrifaði
    Grafni landeldis laxinn frá Hnýfli og Betri vörum er fáanlegur í Nettó en ekki Bónus, Hagkaupum eða Krónunni
    1
    • Hjálmar Pálsson skrifaði
      Hagkaups verslanir selja laxinn frá Hnýfli og Krónan Akureyri
      0
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Stærstu seljendur...
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár