Dreymir þig um fleiri bækur um heimspekilega landafræði, kaktusaljóð, félagsfræðilega fótboltasagnfræði, rússneska skriðdreka eða synþatónlist frá níunda áratugnum? Í flestum bókabúðum værirðu heppinn ef þú fyndir eina bók um þessi efni – en í stærstu bókabúðum stórborga heimsins þá finnurðu heilu bókaskápana af bókum sem allar fjalla um sérviskulega áhugamálið þitt.
Á Íslandi er hins vegar skortur á slíkum sérviskum. „Fræðibækur og rit almenns efnis“ er flokkur í íslensku bókmenntaverðlaununum og það er ástæða til að staldra við nafnið – „rit almenns efnis“ getur innihaldið nánast allar bækur sem ekki eru hreinn skáldsapur, en þær eru þó undirskipaðar fræðibókunum og oft vantar góð nöfn fyrir þessar tegundir bóka, eða þær bera nöfn sem eru enn að berjast fyrir þegnrétti í málinu; bækur á borð við esseyjur, ferðasögur, blaðamannabækur, sannsögur og ýmislegt fleira, sem á ensku myndi rúmast undir „non-fiction“ og undirflokknum „creative non-fiction“. Þetta skiptir máli af því það …
Athugasemdir