Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?

Edda Björk hefur sagt söguna eins og hún lítur út fyrir henni ítrekað opinberlega en faðirinn hefur látið minna fyrir sér fara, tjáð sig nafnlaust í einum norskum fjölmiðli en annars látið lögmenn sína um að svara símtölum fréttamanna. Hann hefur aldrei viljað koma fram undir nafni og verður ósk hans um nafnleynd áfram virt hér. 

Hvað fær móður til þess að ræna börnunum sínum í tvígang og hætta á allt að sex ára fangelsisvist? Hvað fær föður með takmörkuð fjárráð til þess að halda áfram að berjast, sama hve mörg forræðismál eru höfðuð á hendur honum? Hvernig gerist það að fjölskyldudeila tiltölulega venjulegs fólks fer að spilast út frammi fyrir almenningsauganu?

Þessum spurningum er ekki auðsvarað en Heimildin hefur undir höndum dómskjöl og aðra pappíra sem tengjast deilunni og telja yfir 100 blaðsíður. Blaðamaður mun hér gera sitt besta til þess að útskýra atburðarásina fyrir lesendum eins og hún …

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (12)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björn Matthíasson skrifaði
    Í öllu því kommentaflóði sem fylgir þessum greinum um mál Eddu er varla að finna eina einustu umhyggju með börnunum. Ég hygg að drengirnir bíði þess seint bætur að vera hrifsaðir milli landa og enda síðan í felum. Og örlög dætranna eru ekki síður óviss. Ég hef fulla samúð með þessum börnum og ég hygg að fleiri ættu að gera það og láta þess í stað af fúlum og öfgafullum athugasemdum um þetta sorglega mál, hvort sem fólk heldur með móðurinni eða föðurnum.
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Af hverju er maðurinn ekki nafngreindur, er hann svo þekktur að hann getur farið fram á nafnleysi, eitthvað verulega brogað við það.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Sjálf börnin virðast engu máli skifta.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Allt þetta mál er mjög furðulegt. Hvers vegna íslensk yfirvöld verða við framsali þessarar móður og henni er haldið í fangelsi í Noregi fyrir vægast sagt mjög litlar sakir. Af hverju má hún einungis 16 klukkustundir á ári umgangast börn sín og þá undir ströngu eftirliti? Er Noregur orðið að lögregluríki?
    Íslensk yfirvöld eiga að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að móðirin verði leyst úr haldi og henni greiddar sanngjarnar og eðlilegar skaðabætur.
    4
    • Áskell Örn Kárason skrifaði
      Fyrir litlar sakir? Hún rænir börnum frá forsjáraðila sínum og fer með þau úr landi. Hún á kost á lögformlegum leiðum til að hnekkja úrskurði um umgengi. Ekkert hefur komið fram um það af hverju dómarar sem dæmt hafa um málið séu vanhæfir eða vilhallir. Hinsvegar er næsta víst að þeir hafa betri og ávilhallari gögn um málið en íslenskir fjölmiðlaneytendur.
      0
  • Anika Lind skrifaði
    Hún er brengluð!
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Í mínum huga er þessi maður brenglaður og það allverulega og má teljast hættulegt að láta drengina vera í hans umsjá..
    -3
  • Sigrún Sigmarsdóttir skrifaði
    Áttir maður ekki getað sign-að sig inn með Facebook og lesið 3 greinar á mánuði frítt ? Eða er það hætt ,?
    4
  • Bergljót Davíðsdóttir skrifaði
    Það kemur ekki fram í gögnum málsins og umræðum að Edda mun hafa leitað eftir að taka börnin með til Íslands þegar hún flutti þangað, en yfirvöld í Noregi höfnuðu því og töldu best að hún kæmi sér fyrir á Íslandi og sýndi fram á að hún gæti búið börnunum gott heimili áður en. Hins vegar úrskurðaði dómarinn á meðan hún undirbjó sig að beiðni föður að hann fengi fullan umráðarétt. Samkvæmt því sem best er vitað gerðist það án vitundar Eddu. Á þetta er ekki minnst í þessari samantekt. Vil síðan nefna að það hlýtur að liggja eitthvað slæmt að baki þegar móðir tekur þá ákvörðun að ná í börn sín ólöglega. Það er í mínum huga gert umdir ótta og örvæntingu og hvað sem hver segir þá er norskur dómstóll augljóslega hlutdrægur og það að banna móður að tala eigin móðurmál við börn sín er hrein valdníðsla. Foreldri sem heldur úti slíkri hörku til að fá börnin, er ekki að hugsa um velferð þeirra. Hann veit að þeir hafa það gott á Íslandi en samt hamast hann og gerir börnum sínum þá hörmung að svipta þau móður á jólum. Það er ekki að forða börnum við þeim hræðilega harmi sem hann hefur valdið því samkvæmt gögnum er það hann sem að hamast hvað mest í þessu máli og á frumkvæðið en ekki móðir Ég get ekki varist því að upp í minn huga kemur að hann sé að hefna sín vegna þeirrar höfnunar sem hann varð fyrir. Annars myndi hann setja börnin í fyrsta sæti. Í mínum huga felst í því mikil grimd og maðurinn er ekki fær um að setja sig í spor annarra. Og í því felst mikill dómgreindarbrestur og eigingirni. Ég tala af reynslu og lét af allri hörku á sínum tíma; barna minna vegna.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár