Edda Björk hefur sagt söguna eins og hún lítur út fyrir henni ítrekað opinberlega en faðirinn hefur látið minna fyrir sér fara, tjáð sig nafnlaust í einum norskum fjölmiðli en annars látið lögmenn sína um að svara símtölum fréttamanna. Hann hefur aldrei viljað koma fram undir nafni og verður ósk hans um nafnleynd áfram virt hér.
Hvað fær móður til þess að ræna börnunum sínum í tvígang og hætta á allt að sex ára fangelsisvist? Hvað fær föður með takmörkuð fjárráð til þess að halda áfram að berjast, sama hve mörg forræðismál eru höfðuð á hendur honum? Hvernig gerist það að fjölskyldudeila tiltölulega venjulegs fólks fer að spilast út frammi fyrir almenningsauganu?
Þessum spurningum er ekki auðsvarað en Heimildin hefur undir höndum dómskjöl og aðra pappíra sem tengjast deilunni og telja yfir 100 blaðsíður. Blaðamaður mun hér gera sitt besta til þess að útskýra atburðarásina fyrir lesendum eins og hún …
Íslensk yfirvöld eiga að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að móðirin verði leyst úr haldi og henni greiddar sanngjarnar og eðlilegar skaðabætur.