Ísraelsher hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi tæknivæðingar og er gjarnan talinn vera með tæknivæddari herjum jarðar. Í skammvinnu stríði sínu árið 2021 gegn Hamas tilkynntu ísraelsk yfirvöld að þau hefðu háð sitt „fyrsta gervigreindarstríð.“ Það var þó aðeins forsmekkur af því sem koma skyldi. Í stríðinu sem nú geisar á Gasa-strönd, þar sem meira en 16 þúsund Palestínumenn hafa þegar látið lífið, hefur Ísraelsher náð að tífalda afkastagetu á skotmarkafjölda sínum með notkun gervigreindar á vegum leyniþjónustu Ísraelshers sem gengur undir nafninu „Habsora,“ eða „Guðspjallið.“ Gervigreindin stundar umfangsmikla gagnasöfnun og gagnagreiningu og reiknar út með algóritma hver verði áætlaður fjöldi almennra borgara sem muni láta lífið í hverri árás.
Talsmenn Ísraelshers fara ekki í felur með notkun sína á þessari gervigreind til að greina og finna skotmörk fyrir loft- og sprengjuárásir sínar. Háttsettur stjórnandi innan leyniþjónustu Ísraelshers sagði við Jerusalem Post að vegna gervigreindarinnar hefði verið gerð árás …
Athugasemdir