Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða

Sam­fylk­ing­in legg­ur fram sinn eig­in „kjarapakka“ sem er ætl­að að stemma stigu við verð­bólg­unni og létta und­ir með heim­il­un­um. Hluti af því er að hækka fjár­magn­s­tekju­skatt úr 22% í 25%.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða
Fjárlög Samfylkingin boðar að létt verði undir með heimilunum og fjárveitingar auknar vegna ástandsins í Grindavík. Mynd: Baldur Kristjánsson

Í þeim breytingartillögum sem Samfylkingin hefur lagt fram á fjárlögum ríkisstjórnarinnar kemur meðal annars fram að flokkurinn vilji auka skattlagningu upp að því sem nemur 24 milljörðum króna. Tillögunum er ætlað að stemma stigu við verðbólgunni og létta undir með heimilunum í ríkari mæli.

Samfylkingin vill að 6 milljarðar fari í vaxta- og húsnæðisbætur og 6 milljarðar í að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning.

Lokun „ehf-gatsins,“ hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða

Flokkurinn leggur til fjölþættar leiðir til að skila þessum auknu tekjum í ríkissjóð. Jafnaðarmenn vilja meðal annars gera það með því að loka svokölluðu „ehf-gati.“

Eins og mál standa geta þeir sem eiga eignarhaldsfélög reiknað sér afar lág laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstrinum. Í stað þess að telja tekjur sínar fram sem laun eru þær að miklu leyti taldar fram sem fjármagnstekjur, til dæmis í gegnum arðgreiðslur. 

Þetta felur í sér umtalsverðan sparnað á skatti. Hæsta skattþrepið á hagnað fyrirtækja og arðgreiðslur ofan á hann er samtals og uppsafnað 37,6%, en 46,25% á almennan tekjuskatt. Enn fremur er ekkert útsvar greitt til sveitarfélaga vegna fjármagnstekna, ólíkt almennum tekjuskatti. 

Ríkisstjórnin hafði tilkynnt að frumvarp þess efnis að loka „ehf-gatinu“ myndi liggja fyrir á haustþingi. Enn bólar ekki á því. Auk þess hefur ekkert heyrst af vinnu starfshóps sem átti að skila tillögum til gerðar slíks frumvarps í júní.

Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25%. Auk þess vill hún leggja álag á veiðigjald stórútgerða og afturkalla bankaskattslækkun. 

Þessari bankaskattslækkun var komið á í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Bankaskattur var þá lækkaður úr 0,376% af heildarskuldum banka umfram 50 milljarða niður í 0,145%. 

Átti þetta að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabankans og auka þannig útlán. Bankarnir sögðu að með breytingunni myndi vaxtamunur dragast saman og lán til heimila og fyrirtækja verða ódýrari.

Lækkunin á bankaskatti minnkaði skattgreiðslur bankanna þriggja um 12 milljarða króna. 

Hærri vaxtabætur vegna hærri vaxta

Til þess að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin að vaxtabætur verði hækkaðar samhliða vaxtastigi. Með því er sagt að hægt verði að styðja við 10.000 fleiri skuldsett heimili en áður. Eins og fjárlögin liggja fyrir núna myndu 5.000 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu.

Samfylkingin vill húsnæðisbætur til leigjenda verði hækkaðar og vaxtabætur til bænda auknar. Það síðarnefnda er tímabundinn stuðningur sem ætlaður er bændum sem hafa þunga vaxtabyrði.

Auk annarra aðgerða eru tímabundin leigubremsa að danskri fyrirmynd, ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum og auknar hömlur á útleigu í gegnum Airbnb og skammtímaleigu íbúða.

Haft er eftir Kristrúnu Frostadóttur að ótrúlegt sé að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Samfylkingin vilji fara aðra leið, að boða aðhald þar sem „þenslan er í raun og veru“.

Spurður nánar út í hvað frekari stjórn á íbúðum í skammtímaleigu gæti falið í sér segir Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, að hugmyndin sé að auka framboð húsnæðis fyrir fólk að búa í.

Hann segir að helst þurfi að taka á skammtímaleigu í atvinnuskyni en vitað er um heilu blokkirnar sem eru leigðar út í skammtímaleigu í atvinnuskyni og nýtist því ekki sem húsnæði fyrir íbúa. Hægt sé að breyta reglugerðum í kringum slíkan rekstur. Til dæmis að gera kröfu um að allt slíkt húsnæði verði skráð sem atvinnuhúsnæði og lúti skipulagsreglum samkvæmt því auk þess sem fasteignagjöld eru hærri af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði.

„Sveitarfélög þurfa að fá auknar heimildir til að ákveða sjálf staðsetningu og fjölda íbúða sem notaðar í skammtímaleigu í atvinnuskyni. Svo þarf að auka eftirlit með bæði þessu og heimagistingunni til að reglum sé fylgt,“ segir Ólafur. Hann segir Samfylkinguna einnig telja eðlilegt að jafnræðis sé gætt og að gistináttaskattur verði greiddur af heimagistingu eins og allri annarri gistingu.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
1
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
7
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
5
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu