Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þurftu að bora 20 þúsund holur til að koma hvítlauknum niður

Hjón sem rækta líf­ræn­an ís­lensk­an hvít­lauk í Döl­un­um nota sér­staka að­ferð til að ná fram sér­kenn­um hans. Þau bæta með­al ann­ars moltu, hænsna­skít, þaramjöli og ýmsu öðru út í mold­ina sem lauk­ur­inn er rækt­að­ur í.

Þurftu að bora 20 þúsund holur til að koma hvítlauknum niður
Hvítlauksbóndi Þórunn Ólafsdóttir nostrar við hvítlaukinn sem hún ræktar. Mynd: ÚR VÖR

Í Neðri-Brekku í Dölunum rækta hjónin Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson hvítlauk á lífrænan hátt. Fyrirtæki þeirra hjóna heitir Dalahvítlaukur og bíða þau nú í ofvæni eftir uppskeru næsta sumars og eru þau ekki ein um það.

Að sögn Þórunnar hófst ræktunin eftir að Garðyrkjufélag Íslands var með kynningarkvöld varðandi hvítlauksræktun, en Jóhann Róbertsson og konan hans kynntu þar ræktunina og hvað væri hægt að gera með hvítlaukinn. Þórunn segir að þeim hafi svo í kjölfarið staðið til boða að kaupa nokkra lauka til að setja niður og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. 

„Það er ekki hægt að líkja því saman að kaupa út úr búð eða rækta þetta, það er svo mikið ferskara svona þegar maður ræktar laukinn. Ég rækta þetta svo þannig að ég sný ekki moldinni, því ef þú stingur upp þá slíturðu jarðvegslífið í sundur og það tekur langan tíma að ná sér á strik aftur. Við byrjuðum í fyrra að nota þessa aðferð og erum að byggja upp beðin, við bætum út í moltu, hæsnaskít, þaramjöli og alls kyns góðgæti. Það tekur svo alveg tvö til þrjú ár að byggja upp lífræna partinn, þ.e. örverurnar og sveppalífið, og það er svo það sem vinnur með rótakerfi allra plantna, þannig að úr þessu verður lífræn mold. Mér fannst svo heillandi hugmynd að gera þetta svona, við erum með milljónir vinnumanna í jarðveginum sem vinna fyrir okkur ef við veitum því athygli og gefum því séns,“ segir Þórunn.

Styrkur frá DalaAuð

Þórunn segir að þau hjón hafi sótt um styrk í DalaAuð, en DalaAuður er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar og er undir hatti Brothættra byggða. Styrkinn sóttu þau um fyrir þurrkhúsum, en að sögn Þórunnar þarf að þurrka laukinn í fjórar til fimm vikur eftir að hann er tekinn upp.

DalahvítlaukurDalaAuður, samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar sem heyrir undir hatt Brothættra byggða, hefur styrkt verkefnið.

„Við fengum styrk til að koma upp tveimur bambahúsum og þar getum við hengt upp laukinn, en húsin voru sett upp í júní síðastliðnum. Svo fengum við styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir kaup á kurli og moltu, sem fer í að byggja upp jarðveginn. Við erum með kurl á milli beðanna, þar sem ég er dálítil pjattrófa og vil ganga um á inniskónum og vera ekki í drullunni, en svo er þetta líka fyrst og fremst fæða fyrir sveppalífið í jarðveginum.“

Þórunn segist vera mjög þakklát fyrir það hve áhugasamur bóndinn hennar sé um þetta líka, en Haraldur, maður Þórunnar, er gamall búfræðingur og hefur þetta ævintýri þeirra hjóna kveikt í honum aftur að sögn Þórunnar. „Við höfum eitthvað fyrir stafni, erum úti að vinna og ræktum eitthvað gott í leiðinni, þetta verður okkar líkamsrækt. Það þarf að nostra svolítið við þetta og margt sem þarf að huga að. Við vorum að setja laukinn niður alveg til 17. nóvember síðastliðinn. Við fengum laukinn seint, það var ógeðslegt veður, rigndi mjög mikið og svo kom frost beint í kjölfarið. Þannig að við þurftum að bora nálægt 20 þúsund holur fyrir blessaðan laukinn til að koma honum niður!“ segir Þórunn og hlær hástöfum.

Eftirvænting að fá lífrænan íslenskan hvítlauk

Að sögn Þórunnar þá skiptist hvítlaukurinn í tvær tegundir, þá sem eru með harða hálsa og svo aðra sem eru með mýkri háls. Þeir hvítlaukar sem hafa harðari háls eru betur búnir fyrir norðlægar slóðir samkvæmt Þórunni og nota þau því þá gerð að mestu í dag. Nú þurfa þau hjón að bíða til næsta sumars eftir uppskerunni og leynir spennan sér ekki hjá Þórunni og eru þau ekki ein um að vera spennt sem fyrr segir. „Við erum mjög spennt, það er komið rótarkerfi, mjög flott, sem við sáum í fyrradag. Svo þegar maður velur stærstu rifin til útsæðis, þá falla alltaf til minni rif, og úr þeim vinnum við aukaafurð, t.d. hvítlaukssalt, olíu og ýmislegt. Við erum í startholunum núna að gera salt, sjáum hvernig það kemur út, vonandi verða einhverjir sem vilja kaupa það. En maður heyrir utan af sér að það er gríðarleg eftirvænting að fá íslenskan hvítlauk, svona lífrænan,“ segir Þórunn.

Þórunn er ekki hrifin af tilbúnum áburði og vill í raun að fólk hætti að nota slíkt og taka frekar upp þá aðferð sem hún notar. „Þessi tilbúni áburður, þegar plantan fær bara svona spítt í æð, þá verður jarðvegurinn ekki eins góður. Þá er minna rótakerfi og færri örverur, það tekur nefnilega tíma að byggja það upp, það er það sem við erum að reyna að gera núna. Eftir því sem jarðvegurinn er betri, þeim mun kröftugra verður það sem þú ert að rækta og að mínu mati ætti í raun og veru að banna tilbúinn áburð. Ég hvet bara alla sem eru að rækta að hætta að nota tilbúinn áburð og rækta jarðveginn í staðinn, það er það sem þarf að gera. Við viljum sjá fjölbreytni í ræktun og með þessari lífrænu aðferð verður vissulega mikil fjölbreytni í ræktuninni,“ segir Þórunn að lokum.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
5
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár