Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þegar manndrápunum loksins linnir

Lausn­in á deil­unni fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs hef­ur leg­ið fyr­ir í þrjá­tíu ár. Hún fel­ur í sér tveggja ríkja lausn með sæmi­lega sjálf­ráðu ríki Palestínu­manna á ríf­lega 20% af landi í Palestínu.

Það var ekki aðeins áratuga löng stefna Ísraels í málefnum Palestínu sem hrundi með hryðjuverkaárás Hamas. Stefna flestra öflugustu ríkja á svæðinu gerði það líka og frestaði í það minnsta draumum olíuríkjanna um nýja ásýnd og skipan Mið-Austurlanda. Um leið eru Bandaríkin, með sitt sérstaka stjórnmálalíf í aðdraganda kosninga, lent í svo þröngri stöðu að vandséð er hvernig málið getur orðið til annars en sögulegs tjóns á áhrifum og tiltrú Bandaríkjanna á heiminum.  

Ríkjandi stefna í rústum

Mikil óvissa mun einkenna næstu vikur og mánuði. Fernt er þó ljóst. Eitt er að hvorki Ísrael né Bandaríkin eru með plan sem gæti virkað. Ekki einu sinni til skamms tíma. Annað er að ríki Araba munu ekki taka við stjórn Gaza eða uppbyggingu þar nema þau geti gefið íbúum svæðisins fyrirheit um mjög breytta tíma fram undan. Það myndi krefjast stórra breytinga á stefnu Ísraels og Bandaríkjanna sem ekki eru …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ekki voru og eru það þó hamas sem eru tilbúnir að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Á þeirra stefnuskrá er útrýming Ísraels.
    Þeir voru kosnir í stjórn Palestínu 2007 og í kjölfarið lokuðu Ísraelsmenn á samskiptum - að vissu leyti skiljanleg viðbrögð. Hames eru víðar skráðir sem hryðjuverkasamtök og sýnir gegndarlausa ofbeldið þeirra og nauðganir þann 7.10. að það er ekki að ástæðulausu.
    Reyndar hafa Palestínumenn ekki fengið að kjósa síðan, hamas hefur líklega ekki séð ástæðu til þess.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár