Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Framandi heimur, mundo ajeno

Eins og seg­ir í inn­gangi er bók­in „vitn­is­burð­ur um flækj­ur inn­flytj­anda“ sem set­ur spurn­ing­ar­merki við „hvað það þýð­ir að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur“. Ljóð með klof­ið hjarta er ekki galla­laus ljóða­bók — sum ljóð­in skilja lít­ið eft­ir sig — en með sinni bráð­snjöllu fram­setn­ingu og tím­an­lega um­fjöll­un­ar­efni er hún merki­legt fram­lag til ís­lenskra sam­tíma­bók­mennta.

Framandi heimur, mundo ajeno
Bók

Ljóð fyr­ir klof­ið hjarta

Höfundur Helen Cova
Karíba útgáfa
56 blaðsíður
Niðurstaða:

Frumlegt og merkilegt framlag til íslenskra innflytjendabókmennta. Ljóðin eru misöflug en taka á brýnum málum á nýstárlegan og áhrifaríkan hátt.

Gefðu umsögn

Margir kannast við að reyna að fóta sig á nýju tungumáli og rekast á vegg. Það er einhver meining í huga manns, einhver stórmerkileg meining, sem manni bara tekst ekki að koma á framfæri. Maður hikar, tafsar, stamar, og lendir að lokum á einhverri málamiðlun milli tungumálsins sem maður hugsar á og þess sem maður reynir að tala á, málamiðlun sem er hvergi nærri þeirri orðsnilld sem maður hafði ætlað sér. Maður lýkur máli sínu með hnút í maganum (var ég að gera mig að fífli?) og vildi óska þess eins að maður hefði aldrei opnað á sér munninn til að byrja með.

Svona upplifanir geta verið nóg til að fá mann til að gefast upp á því að tala ný tungumál. Að halda áfram krefst seiglu. Að gefa út ljóð krefst hugrekkis. Helen Cova, íslenskur rithöfundur af venesúelskum uppruna, er hugrökk svo eftir verður tekið. Ljóð fyrir klofið hjarta er fjórða bók hennar á íslensku, á eftir barnabókunum Snúlla finnst gott að vera einn (2019) og Snúlla finnst erfitt að segja nei (2022) og smásagnasafninu Sjálfsát: Að éta sjálfan sig (2020). Allar komu þessar bækur út á ensku og/eða spænsku samhliða íslensku útgáfunni. Helen hefur því lagt áherslu á fjöltyngi í sinni útgáfustarfsemi, en í Ljóðum fyrir klofið hjarta einblínir hún beint á þá tilfinningu að vera klofinn milli tveggja tungumálaheima. Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið.

Eins og segir í inngangi er bókin „vitnisburður um flækjur innflytjanda“ sem setur spurningarmerki við „hvað það þýðir að vera íslenskur rithöfundur“. Bókin nær þessu fram með því að birta ljóðin í tveimur dálkum. Vinstra megin birtist uppkastið, handrit höfundarins, oftast á íslensku en með orð eða setningar á spænsku á milli og ýmsar „villur“ í beygingum og stafsetningu íslensku orðanna. Þar sjáum við það sem Helen kallar „mína íslensku, framsetningu á tungumáli sem stöðugt er lært og skoðað, mótað af flækjum innflytjanda lífsins […] með öllum sínum ófullkomleika“.

Ljóðabókin „upphefur þennan ófullkomleika“, setur hann á svið og neitar að skammast sín fyrir hann. Hægra megin birtast svo sömu ljóð eftir að hafa verið yfirlesin og snúið yfir á reglubundnari, staðlaðri íslensku til að „móta ljóðin að heimi bókmenningarinnar sem þau voru ætluð“.

Að mati þessa lesanda er engin spurning um að ljóðin vinstra megin, þau hráu og handskrifuðu, skara fram úr þeim yfirlesnu hægra megin. Handskrifuðu ljóðin bera sterkan spænskan keim, ekki bara í þeirri merkingu að vera að hluta til á spænsku, heldur í ljóðrænni áherslu. Myndlíkingarnar eru stórar, háleit orð eru valin frekar en lágstemmd, línurnar eru stuttar og knappar. Hægra megin verður allt íslenskara, jarðbundnara og grárra og missir stundum flugið. En það er í samsetningunni sem snilld bókarinnar liggur.

„Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið“

Vinstra megin sjáum við „Por qué es que / aunque vienes / de mundo ajeno / virðist þú vera / svo nálægt mér?“ Hægra megin birtist „Hvers vegna. / Jafnvel þó / þú komir frá / andstæðum heimi / virðist þú vera mér / samstæður?“ Það er eins og dálkarnir séu að varpa spurningunum hvor til annars. Útgáfurnar tvær af ljóðinu eru auðvitað nálægar og samstæðar, en þær eru líka hvor annarri framandi (þannig myndi ég persónulega þýða ajeno, frekar en „andstæður“). En það sem finnst vinstra megin er einhvern veginn sannara, en styrkist þó bara af nærveru stöðluðu íslenskunnar til hliðar við sig.

Bókinni er skipt í þrjá kafla, eða þrjú sjónarhorn: „Ísland“, „Venezuela“ og „Bæði“. Horft er á Ísland frá Venesúela, á Venesúela frá Íslandi, og í báðar áttir í senn. Hér birtist kunnuglegt stef úr innflytjendabókmenntum allra landa: Hafandi flutt úr heimalandinu, kemst maður nokkurn tímann til baka að fullu? Eða hefur maður breyst varanlega, er maður orðinn „svikari heimalandsins“ // „traidora de la patria“? Í tilfelli Helenar er þessi spurning enn brýnni, þar sem ástandið í Venesúela er skelfilegt eins og við flest þekkjum. Það dregur þó ekkert úr löngun íslenskra stjórnvalda til að vísa Venesúelamönnum á Íslandi aftur „heim“, hvað sem það nú þýðir.

Helen spyr eins og svo margir hljóta að gera á Íslandi nú: „Hvaða ónefnda / refsing bíður / þessarar konu?“ Ljóðmælandi er milli steins og sleggju: „Ísland / mun brjóta beinin mín / með klakanum sínum … með sínu myrkri / vægðarlaust / endalaust“, en „Venesúela / mun brjóta beinin mín / með byssunni … Með vélbyssunni, / vægðarlaus, / endalaus“. 

Ljóð með klofið hjarta er ekki gallalaus ljóðabók, sum ljóðin skilja lítið eftir sig, en með sinni bráðsnjöllu framsetningu og tímanlega umfjöllunarefni er hún merkilegt framlag til íslenskra samtímabókmennta. Við þurfum fleiri Íslendinga á borð við Helen Cova og færri á borð við dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu