Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.

Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
Áætla að selja bréf fyrir rúma 9 milljarða Fjölskylda Guðbjargar Matthíasdóttur áætlar að selja hlutabréf í Ísfélaginu fyrir rúmlega 9 milljarða króna. Mynd: Bára Huld Beck

Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum sem verið hefur stærsti hluthafi Ísfélagsins síðastliðin ár, hefur fært meirihluta hlutabréfa sinna í útgerðinni yfir á fjóra syni sína. Í dag á hún minni hlut í Ísfélaginu en þeir. Þetta má sjá í skráningarlýsingu Ísfélagsins, fyrir væntanlega skráningu þess á hlutabréfamarkað, sem og ársreikningum félaga Guðbjargar og sona hennar. Vefmiðillinn Hluthafinn.is greindi fyrst frá eigendaskiptunum á hlutabréfum. 

Með þessum gerningi fetar Guðbjörg í fótspor stofnenda og fyrrverandi stærstu eigenda Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, sem færðu stærstan hluta bréfa sinna í Samherja yfir á börnin sín fyrir nokkrum árum. 

„Í maí 2023 var hlutafé félagsins lækkað með útgreiðslu til hluthafa kr. 2.750.000.000.“
Úr ársreikningi Fram ehf.

Fer úr 92 prósenta hlut í rúm 11

Í lok síðasta árs átti Guðbjörg Matthíasdóttir tæplega 92 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Fram ehf. sem aftur átti ÍV fjárfestingarfélag sem átti tæplega 58 prósenta hlut í Ísfélaginu. Synir hennar fjórir, Einar, Kristinn, Magnús og Sigurður Sigurðssynir, áttu rúmlega 2 prósenta hlut hver á móti henni. 

Í skráningarlýsingu Ísfélagsins kemur fram að þetta sé nú breytt og á hún nú rúmlega 11 prósenta hlut í Fram ehf. Synir hennar eiga nú rúmlega 22 prósenta hlut í Fram ehf. hver. Um þetta segir í skráningarlýsingunni í tilfelli Einars Sigurðssonar, eins sona hennar: „Einar á engan beinan hlut í félaginu sjálfur, en á 22,12% eignarhlut í fjölskyldufyrirtækinu Fram ehf. sem er eini hluthafi ÍV fjárfestingafélags ehf., sem á um 57,7% í félaginu. Einar er jafnframt þriðjungseigandi í MKE ehf. sem á um 0,26% af hlutafé í Ísfélagi (0,27% miðað við atkvæðisrétt).

Eigendur Fram ehf. í dag, og þar með hlutabréfanna í Ísfélaginu, eru því fjórir synir Guðbjargar með rúm 22 prósent hver og svo hún sjálf með rúmlega 11 prósent. 

Selja stóran hlut í ÍsfélaginuGuðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda ætla sér að selja 8,57 prósent hlut hlut í Ísfélaginu í útboðinu. Úr skráningarlýsingu Ísfélagsins.

Fjölskyldan selur bréf fyrir um 9 milljarða

Í skráningarlýsingunni kemur fram að Guðbjörg og synir ætli sér að selja 8,57 prósenta hlut í útboðinu á Ísfélaginu. Félög þeirra munu fara úr því að eiga 57,77 prósent hlut og niður í 49,13 prósenta hlut. 

Miðað við áætlað markaðsvirði Ísfélagsins upp á um 110 milljarða króna þá gæti fjölskyldan fengið um 9,4 milljarða króna fyrir þessi hlutabréf. Fjölskyldan er því að fara að innleysa mikinn söluhagnað í útboðinu.

Við þetta bætist að í maí á þessu ári greiddi fjölskyldufyrirtækið Fram ehf. út tæplega 3 milljarða króna til Guðbjargar og sona hennar með því að lækka hlutafé félagsins: „Í maí 2023 var hlutafé félagsins lækkað með útgreiðslu til hluthafa kr. 2.750.000.000.

Greiningarfyrirtækið Jakobsson Capital sendi frá sér verðmat á Ísfélaginu í gær þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ísfélagið væri undirverðlagt og að virði félagsins sé 129,7 milljarðar króna. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
  Þarf að borga erfðafjárskatt að svona gjörningum?
  4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
   Þessi spurning þín er miklu áhugaverðari fyrir lesendur og almenning en hrókeringarnar. Svo ?

   Boltinn er hjá blaðamönnum Heimildarinnar. Því hvernig hrókeringarnar ganga fyrir sig er lítils virði... en hver tilgangurinn er skiftir öllu máli. Enda í þessu máli eru gerendurnir hið opinbera og stjórnmálamenn ef skattsvikaleiðir undir skjóli skattahagræðis er átölulaust og umræðulaust af hálfu blaðamanna.

   Frekar furðulegt að menn hafi ekki spurt skattinn um þessa hlið mála.

   Auðvitað bráðsnjallt að selja börnunum sínu 20 milljarða fyrirtæki á nafnvirðinu 100 milljónir... og komast upp að það... þó svo erfðarfjárskatturinn af 100 milljónunum sé greiddur.
   6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
5
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár