Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Logn í vindasömum heimi

Bæk­ur Auð­ar eru djúp­ur sjór að veiða úr. Þær eru barma­full­ar af til­vís­un­um, tákn­um, mynd­um og mennsku. Hér, líkt og í öðr­um skáld­sög­um Auð­ar, er sterk teng­ing við nátt­úr­una, dýr og þá sér­stak­lega fugla. Auð­ur nær að lauma upp­lýs­ing­um og gagn­rýni til les­enda í gegn­um fal­leg­an og hvers­dags­leg­an en líka húm­orísk­an texta.

Logn í vindasömum heimi
Auður Ava Ólafsdóttir. Höfundur DJ Bambi Mynd: Davíð Þór
Bók

DJ Bambi

Höfundur Auður Ava Ólafsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
192 blaðsíður
Niðurstaða:

Kómík hversdagsleikans skín í gegnum fallegan og látlausan texta skrifaðan af hlýju og samkennd.

Gefðu umsögn

Auður Ava er með þekktari höfundum þjóðarinnar. Söguhetja níundu skáldsögu hennar er Logn, 61 árs gömul trans kona. Við hittum hana í Reykjavík þar sem hún býr og starfar en fáum að heyra af uppvaxtarárum hennar fyrir vestan og vegferð hennar hingað til, allt frá móðurkviði til kvenhormóna og biðinni löngu eftir leiðréttandi kynfæraaðgerð. Bókin hefst á könnunarferðum hennar meðfram strandlengju höfuðborgarinnar þar sem hún leitar að heppilegum stað til að ganga í sjóinn. Ákvörðunin er hversdagsleg og kómísk í því hvernig hún vill ekki að rúskinnskápa hennar skemmist. Logn vill samt ekki deyja fyrr en hún hefur leiðrétt „stærsta misskilning lífs“ síns, að hafa fæðst sem drengur. Hún finnur fyrir mikilli vanlíðan og kynama meðan hún bíður eftir aðgerðinni sem hún hefur beðið eftir í sex ár. 

Ung að árum tekur Logn ákvörðun um að gefast upp á því að vera hún og verða bara strákur. Hún lærir fyrir það eins og leikari fyrir hlutverk eða nemandi fyrir próf. Les bækur, hermir eftir hegðun stráka og lærir allt um fótboltalið fyrir „strákaferð“ á fótboltaleik í Manchester, varð sérfræðingur í því að vera karlmaður. Hún finnur aðferðir til að lifa af. 

DJ Bambi er nafnið sem Logn notaði þegar hún vann sem plötusnúður á hommabar meðfram háskólanámi, áður en hún kynntist Sonju, fyrrum eiginkonu sinni og barnsmóður. Upptök nafnsins koma frá Guðríði, móðurömmu Logns, sem kallaði hana það og Trausti tvíburabróðir hennar tók upp þráðinn þegar amma þeirra lést. Þau og Lovísa, kona Trausta, eru jafnframt þau einu sem virðast viðurkenna Logn, sem stendur annars utan fjölskyldunnar. Henni er ítrekað ekki boðið á fjölskyldusamkomur, sonur hennar vill ekki kalla hana mömmu, hún fær ekki að passa barnabarnið sitt. „Listi yfir þau sem hafa snúið baki við mér eftir að ég ákvað að standa með sjálfri mér: Systur mínar tvær. Mágar mínir. Frændfólk og hálfsystur fyrir vestan. Afkomendur Guðríðar ömmu. Tveir samstarfsmenn mínir sem kalla mig enn V.“ 

Auður hefur sagst skrifa gegn myrkrinu, hver bók sé eins og eldspýta til höfuðs þess. Hún vilji gefa þeim rödd sem hafi ekki rödd sjálfir til þess að leiðrétta einhverja skekkju í heiminum. Hér gefur hún Logni í vindasömum heimi orðið og heldur áfram rannsókn sinni á kynjaðri veröld. Í fjórðu skáldsögu Auðar, Undantekningunni, fer Flóki frá Maríu því hann er samkynhneigður. Hér fer Logn frá Sonju því hún er trans kona. Bæði áttu þau börn fyrir. Auður Ava skoðar mismunandi fjölskyldumynstur nútímans og skrifar nýjan hversdagsleika. Skrif hennar beina sjónum að samskiptum fólks og samskiptaleysi og í þeim má finna eins konar ferðasögur fólks sem leitar einna helst að sjálfu sér. Þannig snúast þau ekki í kringum stóra atburði, heldur er ljósinu beint að hinu hversdagslega og smáa og fegurð þess. Það er til að mynda fallegt að sjá hvernig Trausti passar upp á Logn og reynir að tjá að hann standi með henni, bæði því hann er maður fárra orða en líka því hann er 61 árs gamall maður að læra á raunveruleika sem hann reynir að laga sig að. „Ég hélt að bróðir minn væri hommi en ég hafði rangt fyrir mér [...] ég vissi ekki að þú vildir vera stelpa. Síðan þá hefur hann mátað ýmsar viðbætur þar til hann sagði loks, ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú hefðir alltaf verið stelpa, Bambi.“ Auður Ava skrifar samband tvíburanna af raunverulegri hlýju og samkennd. 

Í kaflanum „Hinn langi tími biðarinnar“ er sjónum beint að því hversu langt og óaðgengilegt kynleiðréttingarferlið er og í ljósi þess er mjög trúverðugt að við hittum söguhetjuna á heljarþröm. Fyrir utan biðina er áreitið sem trans einstaklingar verða fyrir gífurlegt. Hér gengur eldri maður upp að Logni og spyr hvort hún sé búin að „skera hann af“. Áreitið getur tekið á sig ýmsar myndir, eins og þegar formaður húsfélagsins spyr Logn hvort hún sé kona og segir að ekki allir í blokkinni hafi verið á sama máli um það. Logn minnist einnig á í framhjáhlaupi að það sé nokkuð langt síðan hún „lenti í því að vera lamin“.

Blaðakonan Auður T hefur samband því hún vill ræða við Logn „hvernig sé að vera elsta trans konan á landinu að bíða eftir aðgerð“. Það er skemmtilegt að Auður nefni blaðakonuna Auði T. Þar er þá á ferðinni eins konar Auður tvö, sem reynir að skrifa inni í bók Auðar Övu. Auðarnar tvær eru því með sama viðmælandann, eini munurinn er að Logn heldur hlutum frá Auði T. Eins og mannætublómið Auður tvö úr Litlu hryllingsbúðinni vill Auður T sífellt meira. Fyrst vill hún taka viðtal við Logn, því næst skrifa bók. Auður býður henni í ísbíltúra, smjaðrar fyrir henni og tekur jafnvel upp á því að mæta heim til hennar. Blaðamenn eru hliðverðir upplýsinga hins almenna borgara og Logn er tortryggin á hana. Spennan sem samband þeirra skapar innra með söguhetjunni skilaði sér ekki alltaf til mín, ég upplifði samskipti þeirra á milli frekar sem leið til þess að ýta sögunni áfram. 

Bækur Auðar eru djúpur sjór að veiða úr. Þær eru barmafullar af tilvísunum, táknum, myndum og mennsku. Hér, líkt og í öðrum skáldsögum Auðar, er sterk tenging við náttúruna, dýr og þá sérstaklega fugla. Mávaplága sækir á borgina en mávarnir trufla einnig sjálfsvígsplön söguhetjunnar. Stór ljósgrár mávur eltir Logn á röndum og kemur daglega á opnar svalir hennar. Mávastellið, erfðagripur og stöðutákn íslenskra kvenna í gegnum árin, kemur einnig við sögu. Auður kemur inn á alls kyns málefni sem eru ofarlega á baugi, svo sem stríð, bankamenn sem misnota aðstöðu sína, efnahagsástandið og áhrif þess á íbúðarverð. Hún hendir inn gagnrýni á olíuframleiðendur og áhrif hlýnunar jarðar á máva. Auður nær að lauma upplýsingum og gagnrýni til lesenda í gegnum fallegan og hversdagslegan en líka húmorískan texta. Sagan er að mörgu leyti látlaus en efni hennar vegur þungt þar sem við höktum með Logni í biðinni. Bókin er skrifuð á mikilvægum tíma þar sem mikið bakslag er í viðhorfi til lgbtq+ fólks. Gelt er á fólk á götum úti og ofbeldisglæpir orðnir daglegt brauð og ekki bara í útlöndum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár