Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Logn í vindasömum heimi

Bæk­ur Auð­ar eru djúp­ur sjór að veiða úr. Þær eru barma­full­ar af til­vís­un­um, tákn­um, mynd­um og mennsku. Hér, líkt og í öðr­um skáld­sög­um Auð­ar, er sterk teng­ing við nátt­úr­una, dýr og þá sér­stak­lega fugla. Auð­ur nær að lauma upp­lýs­ing­um og gagn­rýni til les­enda í gegn­um fal­leg­an og hvers­dags­leg­an en líka húm­orísk­an texta.

Logn í vindasömum heimi
Auður Ava Ólafsdóttir. Höfundur DJ Bambi Mynd: Davíð Þór
Bók

DJ Bambi

Höfundur Auður Ava Ólafsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
192 blaðsíður
Niðurstaða:

Kómík hversdagsleikans skín í gegnum fallegan og látlausan texta skrifaðan af hlýju og samkennd.

Gefðu umsögn

Auður Ava er með þekktari höfundum þjóðarinnar. Söguhetja níundu skáldsögu hennar er Logn, 61 árs gömul trans kona. Við hittum hana í Reykjavík þar sem hún býr og starfar en fáum að heyra af uppvaxtarárum hennar fyrir vestan og vegferð hennar hingað til, allt frá móðurkviði til kvenhormóna og biðinni löngu eftir leiðréttandi kynfæraaðgerð. Bókin hefst á könnunarferðum hennar meðfram strandlengju höfuðborgarinnar þar sem hún leitar að heppilegum stað til að ganga í sjóinn. Ákvörðunin er hversdagsleg og kómísk í því hvernig hún vill ekki að rúskinnskápa hennar skemmist. Logn vill samt ekki deyja fyrr en hún hefur leiðrétt „stærsta misskilning lífs“ síns, að hafa fæðst sem drengur. Hún finnur fyrir mikilli vanlíðan og kynama meðan hún bíður eftir aðgerðinni sem hún hefur beðið eftir í sex ár. 

Ung að árum tekur Logn ákvörðun um að gefast upp á því að vera hún og verða bara strákur. Hún lærir fyrir það eins og leikari fyrir hlutverk eða nemandi fyrir próf. Les bækur, hermir eftir hegðun stráka og lærir allt um fótboltalið fyrir „strákaferð“ á fótboltaleik í Manchester, varð sérfræðingur í því að vera karlmaður. Hún finnur aðferðir til að lifa af. 

DJ Bambi er nafnið sem Logn notaði þegar hún vann sem plötusnúður á hommabar meðfram háskólanámi, áður en hún kynntist Sonju, fyrrum eiginkonu sinni og barnsmóður. Upptök nafnsins koma frá Guðríði, móðurömmu Logns, sem kallaði hana það og Trausti tvíburabróðir hennar tók upp þráðinn þegar amma þeirra lést. Þau og Lovísa, kona Trausta, eru jafnframt þau einu sem virðast viðurkenna Logn, sem stendur annars utan fjölskyldunnar. Henni er ítrekað ekki boðið á fjölskyldusamkomur, sonur hennar vill ekki kalla hana mömmu, hún fær ekki að passa barnabarnið sitt. „Listi yfir þau sem hafa snúið baki við mér eftir að ég ákvað að standa með sjálfri mér: Systur mínar tvær. Mágar mínir. Frændfólk og hálfsystur fyrir vestan. Afkomendur Guðríðar ömmu. Tveir samstarfsmenn mínir sem kalla mig enn V.“ 

Auður hefur sagst skrifa gegn myrkrinu, hver bók sé eins og eldspýta til höfuðs þess. Hún vilji gefa þeim rödd sem hafi ekki rödd sjálfir til þess að leiðrétta einhverja skekkju í heiminum. Hér gefur hún Logni í vindasömum heimi orðið og heldur áfram rannsókn sinni á kynjaðri veröld. Í fjórðu skáldsögu Auðar, Undantekningunni, fer Flóki frá Maríu því hann er samkynhneigður. Hér fer Logn frá Sonju því hún er trans kona. Bæði áttu þau börn fyrir. Auður Ava skoðar mismunandi fjölskyldumynstur nútímans og skrifar nýjan hversdagsleika. Skrif hennar beina sjónum að samskiptum fólks og samskiptaleysi og í þeim má finna eins konar ferðasögur fólks sem leitar einna helst að sjálfu sér. Þannig snúast þau ekki í kringum stóra atburði, heldur er ljósinu beint að hinu hversdagslega og smáa og fegurð þess. Það er til að mynda fallegt að sjá hvernig Trausti passar upp á Logn og reynir að tjá að hann standi með henni, bæði því hann er maður fárra orða en líka því hann er 61 árs gamall maður að læra á raunveruleika sem hann reynir að laga sig að. „Ég hélt að bróðir minn væri hommi en ég hafði rangt fyrir mér [...] ég vissi ekki að þú vildir vera stelpa. Síðan þá hefur hann mátað ýmsar viðbætur þar til hann sagði loks, ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú hefðir alltaf verið stelpa, Bambi.“ Auður Ava skrifar samband tvíburanna af raunverulegri hlýju og samkennd. 

Í kaflanum „Hinn langi tími biðarinnar“ er sjónum beint að því hversu langt og óaðgengilegt kynleiðréttingarferlið er og í ljósi þess er mjög trúverðugt að við hittum söguhetjuna á heljarþröm. Fyrir utan biðina er áreitið sem trans einstaklingar verða fyrir gífurlegt. Hér gengur eldri maður upp að Logni og spyr hvort hún sé búin að „skera hann af“. Áreitið getur tekið á sig ýmsar myndir, eins og þegar formaður húsfélagsins spyr Logn hvort hún sé kona og segir að ekki allir í blokkinni hafi verið á sama máli um það. Logn minnist einnig á í framhjáhlaupi að það sé nokkuð langt síðan hún „lenti í því að vera lamin“.

Blaðakonan Auður T hefur samband því hún vill ræða við Logn „hvernig sé að vera elsta trans konan á landinu að bíða eftir aðgerð“. Það er skemmtilegt að Auður nefni blaðakonuna Auði T. Þar er þá á ferðinni eins konar Auður tvö, sem reynir að skrifa inni í bók Auðar Övu. Auðarnar tvær eru því með sama viðmælandann, eini munurinn er að Logn heldur hlutum frá Auði T. Eins og mannætublómið Auður tvö úr Litlu hryllingsbúðinni vill Auður T sífellt meira. Fyrst vill hún taka viðtal við Logn, því næst skrifa bók. Auður býður henni í ísbíltúra, smjaðrar fyrir henni og tekur jafnvel upp á því að mæta heim til hennar. Blaðamenn eru hliðverðir upplýsinga hins almenna borgara og Logn er tortryggin á hana. Spennan sem samband þeirra skapar innra með söguhetjunni skilaði sér ekki alltaf til mín, ég upplifði samskipti þeirra á milli frekar sem leið til þess að ýta sögunni áfram. 

Bækur Auðar eru djúpur sjór að veiða úr. Þær eru barmafullar af tilvísunum, táknum, myndum og mennsku. Hér, líkt og í öðrum skáldsögum Auðar, er sterk tenging við náttúruna, dýr og þá sérstaklega fugla. Mávaplága sækir á borgina en mávarnir trufla einnig sjálfsvígsplön söguhetjunnar. Stór ljósgrár mávur eltir Logn á röndum og kemur daglega á opnar svalir hennar. Mávastellið, erfðagripur og stöðutákn íslenskra kvenna í gegnum árin, kemur einnig við sögu. Auður kemur inn á alls kyns málefni sem eru ofarlega á baugi, svo sem stríð, bankamenn sem misnota aðstöðu sína, efnahagsástandið og áhrif þess á íbúðarverð. Hún hendir inn gagnrýni á olíuframleiðendur og áhrif hlýnunar jarðar á máva. Auður nær að lauma upplýsingum og gagnrýni til lesenda í gegnum fallegan og hversdagslegan en líka húmorískan texta. Sagan er að mörgu leyti látlaus en efni hennar vegur þungt þar sem við höktum með Logni í biðinni. Bókin er skrifuð á mikilvægum tíma þar sem mikið bakslag er í viðhorfi til lgbtq+ fólks. Gelt er á fólk á götum úti og ofbeldisglæpir orðnir daglegt brauð og ekki bara í útlöndum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár