Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Að afbera guðdóminn

Ein­hver hélt því fram að í ár væru jól hinna stuttu bóka. Ei­rík­ur Örn hef­ur ekki feng­ið memó­ið því Nátt­úru­lög­mál­in er doðrant­ur upp á nær 600 síð­ur. Þó leidd­ist þess­um les­anda aldrei og raun­ar er eft­ir­tekt­ar­vert hve vel hrað­an­um í frá­sögn­inni er hald­ið uppi þrátt fyr­ir lengd og þröngt af­mark­að sögu­svið.

Að afbera guðdóminn
Eiríkur Örn Norðdahl Mynd: Kristinn Magnússon
Bók

Nátt­úru­lög­mál­in

Höfundur Eiríkur Örn Norðdahl
Forlagið
597 blaðsíður
Niðurstaða:

Náttúrulögmálin er gríðarlega metnaðarfull heimspekileg skáldsaga og samfélagslýsing sem tekst á við stærstu spurningarnar um ríki Guðs og mannsins. Þótt hún sé eftir því löng og spekúlatív missir hún aldrei dampinn eða húmorinn.

Gefðu umsögn

Ítalska sjónvarpsserían Kraftaverkið (Il Miracolo), sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum, hefst á því þegar sérsveit ítölsku lögreglunnar ryður sér leið inn í felustað alræmds mafíuforingja. Felustaðurinn er einstaklega óhugnanlegur, útataður í blóði upp um alla veggi. En ekki eftir neina glæpi mafíuforingjans, sem finnst þarna hálfnakinn, rauður af dreyra, og vitstola. Nei, í fangi mafíósans var lítil og ódýr stytta af Maríu mey sem grét blóði. Grét og grét og grét þar til hún hafði útbíað allt.

Styttan er færð í leynilega neðanjarðarhvelfingu þar sem forsætisráðherra Ítalíu er kallaður til. Hvað átti að gera við styttuna? Forviða forsætisráðherrann stingur upp á að hún sé færð páfanum. En leyniþjónustan er á öðru máli. Styttan brýtur öll náttúrulögmál, segir njósnameistari ríkisins, grætur margfalt sína eigin þyngd af blóði á örfáum klukkutímum. Hún breytir öllu og hefur áhrif á allt. Tilvist hennar var pólitískt mál. Ítalska ríkið varð að glíma við hana. Það sem eftir lifði seríunnar olli þögul, grátandi Maríustyttan endalausum vandræðum fyrir alla sem af henni vissu. Því hvað á það að þýða þegar Drottinn almáttugur fer að skipta sér af heiminum á þennan hátt? Þennan heim sem svo margt skynsamt fólk reiðir sig á að fylgi ákveðnum reglum?

Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Nordahl fetar svipaðar slóðir. Hún gerist yfir sjö sumardaga árið 1925 á Ísafirði. Íslenska þjóðkirkjan hafði þá nýlega losað sig við biskup sem hafði tekið upp trú á spírítisma og neitað að finna þar neina þversögn við lögmál Jesú Krists (hér er um að ræða sannsögulega atburði). Í stað hans hafði reykvísk embættismannastétt tranað fram Jóni nokkrum Hallvarðssyni, fullkominni gufu af manni (og hér tekur skáldskapurinn við). Jón þessi biskup átti að reka ofan í þjóðina alla mögulega samúð með kukli og spírítisma en láta sem minnst á sér bera að öðru leyti. Því var kallað til prestastefnu á Ísafirði þar sem átti að storka ákveðinni þjóðsögu: Að Gleiðarhjalli myndi hrynja yfir bæinn og þurrka þar út alla byggð ef sjö prestar og einn eineygður myndu koma þar saman. Jón biskup safnar saman prestum eftir þessari forskrift og hyggst taka af þeim sigurreifa ljósmynd fyrir framan óhaggaðan hjallann. En einmitt þá fara tvíburarnir Guð og Satan að skipta sér af: Það verður kraftaverk.

„Áhrifin eru þau að lesandanum finnst hann vera að lesa ekki bara stóra skáldsögu heldur líka alhliða samfélagslýsingu.“

Næstu vikuna verður Ísafjörður að leiksoppi goðmagnanna tveggja. Guð birtist sem fjarlæg en sýnileg vera í mannsmynd sem enginn getur sammælst um hvernig lítur út fyrir utan það að hún er í of litlum fötum. Satan er öllu slægari og birtist í dulargervum. Báðir láta sér líf fólks í léttu rúmi liggja og vegir þeirra gætu varla verið órannsakanlegri. Eins og Jón biskup segir er nálægð við guðdóminn „ekkert sem hægt var að ætlast til að lifandi fólk afbæri til lengdar“. Hegðun bæjarbúa fer skjótt að breytast á þessum vígvelli himneskra og helvískra afla, bæði til hins betra og hins verra, og er því lýst í smáatriðum í gríðarstóru persónugalleríi bókarinnar (það er listi yfir persónurnar aftast – upp á einar fjórar síður!)

Einhver hélt því fram að í ár væru jól hinna stuttu bóka. Eiríkur Örn hefur ekki fengið memóið því Náttúrulögmálin er doðrantur upp á nær 600 síður. Þó leiddist þessum lesanda aldrei og raunar er eftirtektarvert hve vel hraðanum í frásögninni er haldið uppi þrátt fyrir lengd og þröngt afmarkað sögusvið. Aðalpersónurnar eru skýrt dregnar og nógu áhugaverðar til að leyfa hinum fjölmörgu og fjölbreyttu aukapersónum að blómstra meðfram þeim. Áhrifin eru þau að lesandanum finnst hann vera að lesa ekki bara stóra skáldsögu heldur líka alhliða samfélagslýsingu. James Joyce á að hafa sagt að hægt væri að endurbyggja gervalla Dublin ársins 1904 eingöngu upp úr bók sinni Ulysses. Ég er ekki frá því að það sama sé hægt að segja um Ísafjörð ársins 1925 og Náttúrulögmálin. 

En fyrir utan eftirminnilegar persónurnar situr eftir hvernig heimur hins guðdómlega, heimur kraftaverkanna, er ósamrýmanlegur okkar tímum sem byggja á meintri skynsemishyggju sem þó er að draga okkur öll fram af bjargbrún. Guðdómurinn er óþægilegur ljár í þúfu trúarinnar, markaðarins, kynlífsins, samfélagsins alls. Ef eitthvað er til þarna úti sem getur svipt okkur öllum okkar skynsömu, fyrirframgefnu hugmyndum á einu bretti, hvers virði er þetta allt saman? Hvað skiptir þá máli? Þetta eru spurningar sem við forðumst oftast að spyrja en Náttúrulögmálin hvika ekki frá. Á endanum kemst prófasturinn á Ísafirði að því að Guð „lifði í okkur, í samheldni okkar og samkennd; því þar sem við finnum til með öðrum, þar er hann“. Ég horfi á fréttamyndir af deyjandi fyrirburum á Gaza og óska eftir kraftaverki.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
2
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
5
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár