Grindvíkingnum Guðmundi Sigurðssyni er létt, eftir að hann náði að halda heim í gær og bjarga flestum dýrunum sínum og fleirum til, í öruggt skjól. „Ég hef það mjög gott, eftir að ég náði skepnunum í burtu í gær. Fékk að fara inn á svæðið og taka bæði kindur og hænur og annað,“ segir Guðmundur, spurður um líðan sína, í samtali við Heimildina.
Reyndar segist Guðmundur sama og ekkert hafa sofið um helgina, eða frá því að hann og kona hans rýmdu heimilið við Vesturbraut á föstudagskvöld, í kjölfar jarðskjálftahrinu sem Guðmundur lýsir sem hrikalegri. „Það var ekki líft inni í húsinu. Það lá við að maður hentist á milli veggja,“ segir hann.
Sprunga í túninu
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar hittu Guðmund á ferð sinni um Grindavík fyrir tíu dögum, föstudaginn 3. nóvember. Þá sagði Guðmundur að hann hefði verið að sturta möl í stærðarinnar holur sem höfðu myndast í …
Athugasemdir