„Minnstu þess hvernig Amalek lék þig [...] Þess vegna skalt þú afmá allt undir himninum sem minnir á Amalek.“ Í fimmtu Mósebók Biblíunnar er þessi orð að finna, en þau vísa í stríð Ísraels við Amalek og Amalaekíta. Guð segir þar við Ísrael að afmá eigi allt undir himninum sem minnir á óvininn. Þessum orðum fylgir áminning frá Guði um landið sem hann gaf Ísraelsmönnum til að „veita þeim frið fyrir öllum óvinum í kringum þig“.
Svipuð orð voru nýlega viðhöfð, þann 28. október. „Mundu eftir hvað Amalek gerði þér. Við munum og við berjumst.“ Þeim var beint að hermönnum Ísraelshers og áttu sér stað í sameiginlegri yfirlýsingu þriggja manna: Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnamálaráðherra Ísraels og Benny Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem situr nú í stríðstímaráðuneyti Ísraels.
Orð Ísraelsmanna vísa í Biblíusöguna. Á öðrum stað í Biblíunni segir: „Nú skaltu fara og sigra Amalek. Helgaðu þá banni og …
Athugasemdir (3)