Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þurfi faglega en ekki pólitíska umræðu um fjölmiðlastyrki

Formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands seg­ir „ósk­andi að stjórn­mála­menn gætu sam­mælst um að taka um­ræð­una um fjöl­miðla og blaða­mennsku upp úr skot­gröf­um póli­tískra deilna.“ Henni finnst at­huga­vert að Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, hafi í ræðu um fjár­mál borg­ar­inn­ar tengt sam­an fjöl­miðla­styrki frá rík­inu og svo efnis­tök ein­stakra fjöl­miðla.

Þurfi faglega en ekki pólitíska umræðu um fjölmiðlastyrki
Sigríður Dögg, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ríkisstyrki mikilvæga fyrir fjölmiðla sem hafa tapað stórum hluta auglýsingatekna til erlendra veitna. Mynd: Press.is

„Það er margt sem mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, en sú umræða þarf að fara fram á faglegum grundvelli. Alls ekki pólitískum,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í færslu á Facebook. 

Þar gerir Sigríður Dögg að umtalsefni ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, á borgarstjórnarfundi í gær þar sem Dóra Björt segist telja það eðlilega forsendu þess að fá fjölmiðlastyrk frá ríkinu að fjölmiðill sýni af sér „hlutleysi og styðj[i] við lýðræðishlutverk fjölmiðla.“

Borgarfulltrúi gagnrýndi efnistök

Ræðuna flutti Dóra Björt í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir komandi ár og vakti töluverða athygli að hún skyldi þar ræða um fjölmiðlastyrki. Hún gagnrýndi þar styrkþegar séu jafnvel fjölmiðlar „sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Dóra Björt. 

Hún hélt síðan áfram: „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“

Á undir högg að sækja

Sigríður Dögg segist ekki gera athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar.. „Hverjum sem er er sömuleiðis frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis,“ segir hún. 

Sigríður Dögg bendir á að það sé óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hafi sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska eigi undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla sé ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópi til sín þorra auglýsingatekna og ekki hafi tekist að bæta upp það tap með auknum áskriftum. 

Upp út skotgröfunum

„Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis,“ segir hún og bætir við: „Það væri óskandi að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Sambærilegt fyrirkomulag og t.d. listamannalaun/rithöfundalaun = sjálfstætt starfandi blaðamönnum er greitt BEINT fyrir vinnu sína (ríkisstyrk) og þyrftu á móti að skila tiltekinni vinnu á tilskyldum tíma, er þetta eitthvað til umhugsunar ? Áskriftar-fyrirkomulag er farsælasta leiðin, þannig verða fjölmiðlar ekki háðir stjórnvöldum/auglýsingum og myndu ávallt starfa í þágu almannahagsmuna.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þeir koma víða við, velunnarar Mogga litla

    Sigríður Dögg sem skrifar hér, er hagsmunagæsluaðili fyrir hagsmuni blaða- og fréttamanna. Er vill gjarnan að almenningur styðji útgáfu á fjölmiðlum með miklum útlátum úr ríkissjóði. En slíkir styrkir hækka auðvitað laun sumra blaðamannanna á blöðunum.

    Formaður félags blaða- og frétta er auðvitað ekki mark-tækur í þessari umræðu vegna hagsmunatengsla sinna.

    Það er hressilega ofmælt að styrkir til fjölmiðla sem hafa þann eina tilgang að standa vörð um ákveðna hagsmuni styrki lýðræðið í landinu.

    Það er áberandi að tveir helstu fjölmiðlar í landinu er báðir eru hluti af hagsmunagæslu ákveðinna hagsmuna aðila í atvinnurekstri ásamt slíkum viðhorfum fyrirtækjanna í landinu fá langmestu styrkina.

    Það vill svo til, að líklega er mikill meirihluti landsmanna er sammála þessum borgarfulltrúa um að ekki eigi að að styrkja flokkspólitísk áróðursblöð.

    Er njóta reyndar einnig styrkja frá fyrirtækjunum á einn eða annan hátt og njóta þannig stuðning frá starfsfólki þessara fyrirtækja.

    Í morgunþætti útvarpsins í morgunn fletti útvarps-maðurinn Mogga litla í sífellu og las úr sneplinum eitt og annað.

    Það eru auðvitað aðrir fjölmiðlar í landinu sem eðlilegt hefði verið að fengju sömu auglýsingaþjónustu og Moggi litli
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Morgunblaðið hefur ekkert að með ,,styrki" að gera , því að blaðið er bara áróðurspési fyrir pólitíska eigendur. Sá sem segir eitthvað annað er hræddur við eigendur. Við sem höfum lifað við Sjálfstæðisflokkinn og allar hans gjörðir hefur sýnt okkur fyrir hvað hann stendur. Skoðið hvaða hug þingmenn og eigendur bera til íslensks samfélags sem skrifað er í Morgunblaðið ?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár