Ný tegund af baráttu á Íslandi hefur verið í kastljósi fjölmiðla síðustu vikurnar. Þetta eru tilraunir Brimbrettafélags Íslands til að „bjarga“ öldunni í Þorlákshöfn frá því að skemmast vegna framkvæmda við nýja landfyllingu við höfnina í bænum. Ein af ástæðunum fyrir þessum sögulegu átökum er að brimbrettaiðkun hefur hingað til ekki verið mikil á Íslandi. Brimbrettafólkið vill hins vegar meina að íþróttin sé í miklum vexti hér á landi og að fjöldi iðkenda hafi fimmfaldast á áratug.
„Það eru fáir að kveikja á verðmætunum í þessu á Íslandi“
Brimbrettafólkið telur að landfyllingin muni eyðileggja „besta brimbrettasvæði á Íslandi“, eins og þeir orða það í kynningarefni, á meðan meirihluti bæjarstjórnarinnar telur að aldan á svæðinu muni ekki eyðileggjast þrátt fyrir landfyllinguna. Báðir aðilar leggja fram skýrslur sérfræðinga málstað sínum til stuðnings. Eins og er þá er meirihluti bæjarstjórnarinnar með yfirhöndina þar sem framkvæmdin hefur verið …
Athugasemdir