Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búnaður til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ekki til í landinu

Ekki er til­tæk­ur nægi­leg­ur bún­að­ur hér á landi sem þyrfti til að tryggja hita­veitu á Reykja­nesskaga raun­ger­ist dekkstu sviðs­mynd­ir í tengsl­um við jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga. Orku­mála­stjóri seg­ir að rík­ið þurfi að taka af­stöðu til kaups og/eða leigu á bún­aði sem tengj­ast rekstri hita­veitu á svæð­inu eins skjótt og auð­ið er.

Búnaður til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ekki til í landinu
Svartsengi Virkjun HS Orku í Svartsengi gæti orðið fyrir skakkaföllum ef dekkstu sviðsmyndir vísindamanna raungerast. Í virkjuninni er aflað heits vatns fyrir íbúa á Reykjanesi. Mynd: Golli

Orkustofnun hefur, ásamt orku- og veitufyrirtækjunum á Reykjanesi, unnið að því að meta búnað sem til er í landinu sem þyrfti til að viðhalda hitaveitunni á Reykjanesi komi til goss á Reykjanesi. „Ríkir almannahagsmunir eru í húfi og ljóst að ef dekkstu sviðsmyndir raungerast þyrfti viðbótarbúnaður að vera tiltækur hér á landi,“ segir í tilkynningu á vef Orkustofnunar. Núna er ekki tiltækur nægilegur búnaður í landinu til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ef Svartsengi yrði fyrir skakkaföllum vegna jarðhræringa.

Orkustofnun segir nú unnið að greiningu og athugun á því hvernig nálgast megi slíkan búnað og meta kostnað af aðgerðum.

Upplýsingum frá Orkustofnun, HS Orku og HS Veitum hefur þegar verið miðlað til fulltrúa ríkisstjórnarinnar „enda ríkir almannahagsmunir í húfi,“ segir í tilkynningu Orkustofnunar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að ríkið þurfi að taka afstöðu til kaups og/eða leigu á búnaði sem tengjast rekstri hitaveitu á svæðinu eins skjótt og auðið er. Slík fjárfesting myndi nýtast áfram til að tryggja orkuöryggi byggða landsins þegar upp koma bilanir eða aðrar krefjandi aðstæður og gæti mögulega stutt við orkuskiptin sé tækni sem gefur færi á því valin. Þó sé líklegt að til að kynda þær í fyrstu þyrfti að notast við jarðefnaeldsneyti og því þurfi einnig að tryggja birgðarstöðu þess hér á landi.

Orkustofnun hefur sett sig í samband við systurstofnanir á Norðurlöndum og beðið um að farið sé yfir möguleika á því að búnaður sé sendur til Íslands.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Er HS orka í erlendri eigu??
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hvaða rugl er þetta?!?!?
    Ef virkjunar eigandi hefur virkjað sér til framdráttar, þá ætti hann og að vita hver áhættan er!
    Það að gera kröfu til samfélagsins er hagnaður virðist í hættu, er til skammar.
    Er ekki þetta fyrirtæki í erlendri eigu?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu