Búnaður til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ekki til í landinu

Ekki er til­tæk­ur nægi­leg­ur bún­að­ur hér á landi sem þyrfti til að tryggja hita­veitu á Reykja­nesskaga raun­ger­ist dekkstu sviðs­mynd­ir í tengsl­um við jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga. Orku­mála­stjóri seg­ir að rík­ið þurfi að taka af­stöðu til kaups og/eða leigu á bún­aði sem tengj­ast rekstri hita­veitu á svæð­inu eins skjótt og auð­ið er.

Búnaður til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ekki til í landinu
Svartsengi Virkjun HS Orku í Svartsengi gæti orðið fyrir skakkaföllum ef dekkstu sviðsmyndir vísindamanna raungerast. Í virkjuninni er aflað heits vatns fyrir íbúa á Reykjanesi. Mynd: Golli

Orkustofnun hefur, ásamt orku- og veitufyrirtækjunum á Reykjanesi, unnið að því að meta búnað sem til er í landinu sem þyrfti til að viðhalda hitaveitunni á Reykjanesi komi til goss á Reykjanesi. „Ríkir almannahagsmunir eru í húfi og ljóst að ef dekkstu sviðsmyndir raungerast þyrfti viðbótarbúnaður að vera tiltækur hér á landi,“ segir í tilkynningu á vef Orkustofnunar. Núna er ekki tiltækur nægilegur búnaður í landinu til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ef Svartsengi yrði fyrir skakkaföllum vegna jarðhræringa.

Orkustofnun segir nú unnið að greiningu og athugun á því hvernig nálgast megi slíkan búnað og meta kostnað af aðgerðum.

Upplýsingum frá Orkustofnun, HS Orku og HS Veitum hefur þegar verið miðlað til fulltrúa ríkisstjórnarinnar „enda ríkir almannahagsmunir í húfi,“ segir í tilkynningu Orkustofnunar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að ríkið þurfi að taka afstöðu til kaups og/eða leigu á búnaði sem tengjast rekstri hitaveitu á svæðinu eins skjótt og auðið er. Slík fjárfesting myndi nýtast áfram til að tryggja orkuöryggi byggða landsins þegar upp koma bilanir eða aðrar krefjandi aðstæður og gæti mögulega stutt við orkuskiptin sé tækni sem gefur færi á því valin. Þó sé líklegt að til að kynda þær í fyrstu þyrfti að notast við jarðefnaeldsneyti og því þurfi einnig að tryggja birgðarstöðu þess hér á landi.

Orkustofnun hefur sett sig í samband við systurstofnanir á Norðurlöndum og beðið um að farið sé yfir möguleika á því að búnaður sé sendur til Íslands.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Er HS orka í erlendri eigu??
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hvaða rugl er þetta?!?!?
    Ef virkjunar eigandi hefur virkjað sér til framdráttar, þá ætti hann og að vita hver áhættan er!
    Það að gera kröfu til samfélagsins er hagnaður virðist í hættu, er til skammar.
    Er ekki þetta fyrirtæki í erlendri eigu?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár