„Við mótmælum klámvæðingu barna í skólum landsins,“ sagði Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, við upphaf mótmælafundar sem haldinn var á Austurvelli í lok október. Það sem mótmælendur kölluðu „klámvæðingu barna í skólum“ er almenn kynfræðsla í takt við áherslur Menntamálastofnunar. Fundargestir héldu því fram að í kynfræðslunni væri verið að rugla börn í ríminu með því að fræða þau um tilvist trans fólks. Auk þess væri verið að kenna leik- og grunnskólabörnum sjálfsfróun. Það er rangt.
Mótmælin hófust raunar á Hlemmi klukkan eitt laugardaginn 21. október þar sem um fimmtán manns söfnuðust saman og gengu niður Laugaveg, allt niður á Austurvöll, með íslenska fánann og mótmælaspjöld sem á stóð til að mynda „Klámið burt“, „Látið börnin okkar í friði“ og „Ekki segja barni mínu hver það er“.
Fundurinn á Austurvelli var rétt að hefjast, og fólk hafði safnast þar saman í lítinn hring, þegar þangað fór skyndilega að …
Athugasemdir