Ríkisstjórn Íslands fundaði að venju á föstudagsmorgun fyrir viku. Samkvæmt dagskrá fundarins benti fátt til þess að ófriður væri í aðsigi á stjórnarheimilinu, sem var nýbúið að halda fjölskyldufund til að setja niður alls kyns erjur og íbúar þess búnir að sammælast um að halda hjónabandinu til streitu út kjörtímabilið.
Bjarni Benediktsson, sem nýlega er sestur í utanríkisráðuneytið eftir að hafa sagt af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra, var ekki með neitt mál á dagskrá á ríkisstjórnarfundinum.
Klukkan rúmlega tíu á föstudagskvöld barst fjölmiðlum tölvupóstur frá upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins. Tilefni hans var að vekja athygli á tilkynningu sem þá hafði verið birt á vef ráðuneytisins þess efnis að fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hefði ákveðið að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdana um vopnahlé á Gaza.
Í viðtali við mbl.is í dag, mánudag, sagði Bjarni Benediktsson að Ísland hafi þurft að bregðast við í málinu á föstudag. „Ég tók …
Athugasemdir (2)