Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nýbyggður pallur og skýli í Landmannalaugum er óleyfisframkvæmd

25 fer­metra pall­ur og skýli er mann­virki, seg­ir úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála, og því hefði átt að styðj­ast við mann­virkjalög við af­greiðslu um­sókn­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar á fram­kvæmd­inni en ekki skipu­lagslög líkt og Rangár­þing ytra gerði.

Nýbyggður pallur og skýli í Landmannalaugum er óleyfisframkvæmd
Áberandi Skýlin, sem Umhverfisstofnun kallar skyggni með snögum fyrir handklæði, eru áberandi við náttúrulaugina vinsælu í Landmannalaugum. Mynd: Ingvar Hafbergs

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra frá því í sumar um að veita Umhverfisstofnun framkvæmdaleyfi vegna palls og skýlis við náttúrulaugina í Landmannalaugum. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að 25 fermetra laugarpallur með skyggni teljist til mannvirkis og því hefði átt að afgreiða umsókn Umhverfisstofnunar í samræmi við mannvirkjalög en ekki skipulagslög. Það hafi því verið í verkahring byggingarfulltrúa að taka umsóknina til meðferðar og afgreiðslu. Sveitarstjórnin gaf hins vegar út framkvæmdaleyfi eftir ákvæðum skipulagslaga.

„Með hliðsjón af því sem að framan er rakið var málsmeðferð hinnar kærðu ákvörðunar ekki lögum samkvæmt og ber af þeim sökum að fella hana úr gildi,“ segir úrskurðarnefndin í niðurstöðu sinni.

Skýli eða skyggni?

Deilur um þessa tilteknu framkvæmd urðu miklar í sumar er pallurinn og baðaðstaða, sem sumir kalla skýli með snögum en aðrir búningsaðstöðu, blöstu við gestum Landmannalauga sem eru innan Friðlandsins að Fjallabaki.

Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið kærðu ákvörðun Rangárþings ytra að veita Umhverfisstofnun framkvæmdaleyfi og kröfðust þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi sem nú hefur verið gert.

Umhverfisstofnun sótti um byggingarleyfi til sveitarfélagsins sumarið 2021 og um haustið afgreiddi sveitarstjórn hana sem í formi framkvæmdaleyfis samkvæmt skipulagslögum. Hins vegar töfðust framkvæmdir, leyfið rann út og Umhverfisstofnun sótti ekki um það að nýju fyrr en í lok apríl á þessu ári. Aftur fór málið í sama farveg og sveitarstjórn veitti framkvæmdaleyfi um miðjan júní.

Mannvirki mega ekki spilla svip landsins

Í kröfu Náttúrugriða er á það bent að framkvæmdin hafi fallið undir ákvæði mannvirkjalaga en ekki skipulagslaga. Um „valdþurrð“ sé því að ræða hjá sveitarstjórninni. Sögðu samtökin jafnframt í kæru sinni að framkvæmdin væri ekki í samræmi við friðlýsingarskilmala Friðlands að Fjallabaki frá árinu 1979 þar sem segi að ekki megi gera „mannvirki, sem spilla svip landsins“. Friðlýsingin hafi verið gerð til að vernda sérstakt landslag en ekki til að veita almenningi aðgang.

Fyrsta myndin?Karen Kjartansdóttir athafna- og fjallgöngukona birti líklega fyrstu myndina af nýju búningsaðstöðinni í Landmannalaugum eftir ferð sína þangað í sumar. Myndin fór á flug og umræðan sömuleiðis.

Rangárþing ytra segir í vörn sinni að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi „velt fyrir sér“ heimild til framkvæmda vegna yfirstandandi vinnu við mat á umhverfisáhrifum miklu víðtækari framkvæmda sem áformaðar eru í Landmannalaugum. Því hafi verið óskað eftir afstöðu Skipulagsstofnunar og í svari hennar voru ekki gerðar athugasemdir við „nauðsynlegar endurbætur“, væru þær í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Einnig hafi verið leitað til forsætisráðuneytisins sem ekki hafi gert athugasemd við hina fyrirhuguðu framkvæmd. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra hafi svo lagt til að framkvæmdaleyfi yrði gefið út þar sem áformin hafi ekki verið talin líkleg til að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Aftur hafi verið leitað til Skipulagsstofnunar, um hvort auglýsa þyrfti ákvörðun um að veita Umhverfisstofnun framkvæmdaleyfi sérstaklega og var svar hennar á þann veg að þess þyrfti ekki.

Ekki búningaðstaða

Rök Umhverfisstofnunar eru m.a. þau að ekki sé um að ræða „búningsaðstöðupall“ líkt og Náttúrugrið orði það í kæru sinni, um sé að ræða „laugarpall“ við náttúrulaugina, þar sem gestir geti hengt upp handklæði sín undir skyggni.

Stofnunin hafnar því ennfremur að byggingin sé ekki í samræmi við friðlýsingarskilmála svæðisins. Ekki sé verið að spilla svip landsins heldur einungis að bæta aðstöðu og aðgengi. Endurnýjun pallsins hafi m.a. verið tilkomin vegna álags á gróður í kringum hann.

Úrskurðarnefndin fer yfir öll þessi sjónarmið í niðurstöðu sinni en að lokum eru það mannvirkjalögin sem hún styður ákvörðun sína um að fella ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis úr gildi.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Getið þið ekki látið Landmannalaugar í friði?
    0
  • Þór Skjaldberg skrifaði
    Eru þessir menn ekki ófærir um að bera ábyrgð á þessu dýrmæta svæði.?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu