Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nýbyggður pallur og skýli í Landmannalaugum er óleyfisframkvæmd

25 fer­metra pall­ur og skýli er mann­virki, seg­ir úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála, og því hefði átt að styðj­ast við mann­virkjalög við af­greiðslu um­sókn­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar á fram­kvæmd­inni en ekki skipu­lagslög líkt og Rangár­þing ytra gerði.

Nýbyggður pallur og skýli í Landmannalaugum er óleyfisframkvæmd
Áberandi Skýlin, sem Umhverfisstofnun kallar skyggni með snögum fyrir handklæði, eru áberandi við náttúrulaugina vinsælu í Landmannalaugum. Mynd: Ingvar Hafbergs

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra frá því í sumar um að veita Umhverfisstofnun framkvæmdaleyfi vegna palls og skýlis við náttúrulaugina í Landmannalaugum. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að 25 fermetra laugarpallur með skyggni teljist til mannvirkis og því hefði átt að afgreiða umsókn Umhverfisstofnunar í samræmi við mannvirkjalög en ekki skipulagslög. Það hafi því verið í verkahring byggingarfulltrúa að taka umsóknina til meðferðar og afgreiðslu. Sveitarstjórnin gaf hins vegar út framkvæmdaleyfi eftir ákvæðum skipulagslaga.

„Með hliðsjón af því sem að framan er rakið var málsmeðferð hinnar kærðu ákvörðunar ekki lögum samkvæmt og ber af þeim sökum að fella hana úr gildi,“ segir úrskurðarnefndin í niðurstöðu sinni.

Skýli eða skyggni?

Deilur um þessa tilteknu framkvæmd urðu miklar í sumar er pallurinn og baðaðstaða, sem sumir kalla skýli með snögum en aðrir búningsaðstöðu, blöstu við gestum Landmannalauga sem eru innan Friðlandsins að Fjallabaki.

Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið kærðu ákvörðun Rangárþings ytra að veita Umhverfisstofnun framkvæmdaleyfi og kröfðust þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi sem nú hefur verið gert.

Umhverfisstofnun sótti um byggingarleyfi til sveitarfélagsins sumarið 2021 og um haustið afgreiddi sveitarstjórn hana sem í formi framkvæmdaleyfis samkvæmt skipulagslögum. Hins vegar töfðust framkvæmdir, leyfið rann út og Umhverfisstofnun sótti ekki um það að nýju fyrr en í lok apríl á þessu ári. Aftur fór málið í sama farveg og sveitarstjórn veitti framkvæmdaleyfi um miðjan júní.

Mannvirki mega ekki spilla svip landsins

Í kröfu Náttúrugriða er á það bent að framkvæmdin hafi fallið undir ákvæði mannvirkjalaga en ekki skipulagslaga. Um „valdþurrð“ sé því að ræða hjá sveitarstjórninni. Sögðu samtökin jafnframt í kæru sinni að framkvæmdin væri ekki í samræmi við friðlýsingarskilmala Friðlands að Fjallabaki frá árinu 1979 þar sem segi að ekki megi gera „mannvirki, sem spilla svip landsins“. Friðlýsingin hafi verið gerð til að vernda sérstakt landslag en ekki til að veita almenningi aðgang.

Fyrsta myndin?Karen Kjartansdóttir athafna- og fjallgöngukona birti líklega fyrstu myndina af nýju búningsaðstöðinni í Landmannalaugum eftir ferð sína þangað í sumar. Myndin fór á flug og umræðan sömuleiðis.

Rangárþing ytra segir í vörn sinni að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi „velt fyrir sér“ heimild til framkvæmda vegna yfirstandandi vinnu við mat á umhverfisáhrifum miklu víðtækari framkvæmda sem áformaðar eru í Landmannalaugum. Því hafi verið óskað eftir afstöðu Skipulagsstofnunar og í svari hennar voru ekki gerðar athugasemdir við „nauðsynlegar endurbætur“, væru þær í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Einnig hafi verið leitað til forsætisráðuneytisins sem ekki hafi gert athugasemd við hina fyrirhuguðu framkvæmd. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra hafi svo lagt til að framkvæmdaleyfi yrði gefið út þar sem áformin hafi ekki verið talin líkleg til að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Aftur hafi verið leitað til Skipulagsstofnunar, um hvort auglýsa þyrfti ákvörðun um að veita Umhverfisstofnun framkvæmdaleyfi sérstaklega og var svar hennar á þann veg að þess þyrfti ekki.

Ekki búningaðstaða

Rök Umhverfisstofnunar eru m.a. þau að ekki sé um að ræða „búningsaðstöðupall“ líkt og Náttúrugrið orði það í kæru sinni, um sé að ræða „laugarpall“ við náttúrulaugina, þar sem gestir geti hengt upp handklæði sín undir skyggni.

Stofnunin hafnar því ennfremur að byggingin sé ekki í samræmi við friðlýsingarskilmála svæðisins. Ekki sé verið að spilla svip landsins heldur einungis að bæta aðstöðu og aðgengi. Endurnýjun pallsins hafi m.a. verið tilkomin vegna álags á gróður í kringum hann.

Úrskurðarnefndin fer yfir öll þessi sjónarmið í niðurstöðu sinni en að lokum eru það mannvirkjalögin sem hún styður ákvörðun sína um að fella ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis úr gildi.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Getið þið ekki látið Landmannalaugar í friði?
    0
  • Þór Skjaldberg skrifaði
    Eru þessir menn ekki ófærir um að bera ábyrgð á þessu dýrmæta svæði.?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár