Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ópera í smíðum

Á Óperu­dög­um hlustaði tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir á fjór­ar fyrstu sen­urn­ar úr fyrsta kafla óper­unn­ar Rík­harð­ur III – sem er í smíð­um.

Ópera í smíðum
Ríkharður III Úr óperunni Ríkharður III sem Sigurður Sævarsson er með í smíðum.
Tónleikar

Rík­harð­ur III

Niðurstaða:

Óperudagar Harpa, Norðurljós, 29. október 2023 Ríkharður III - ópera í smíðum eftir Sigurð Sævarsson Einsöngvarar: Jóhann Smári Sævarsson, Viðar Gunnarsson, Guja Sandholt, Aron Axel Cortes og Keith Reed. Hljómsveitarstjóri: Steinar Logi Helgason

Gefðu umsögn

Þær eru allnokkrar óperurnar sem samdar hafa verið upp úr leikritum Williams Shakespeare. Frægastar sjálfsagt Othello, Macbeth og Falstaff eftir Verdi, Rómeó og Júlía Gounods og Draumur á Jónsmessunótt eftir Britten svo einhverjar séu nefndar. Ekki man ég eftir að hafa áður heyrt um óperu byggða á Ríkharði III en nú hefur Sigurður Sævarsson heldur betur bætt úr því.

Það eru liðin allmörg ár síðan ég frétti að hann væri með óperu í smíðum sem byggði á þeirri dramatísku og blóðugu sögu um kroppinbakinn og illmennið Ríkharð af Gloster sem kemst í konungsstól Englands með plotti og morðum að bróður sínum látnum. Nú er óperan tilbúin, það er að segja nóturnar eru til staðar, og á lokadegi Óperudaga fengu áheyrendur að heyra fjórar fyrstu senurnar úr fyrsta kafla hennar.

Dökk ópera

Forleikurinn er stuttur en áhrifamikill þar sem undirliggjandi drungi og spenna ráða ríkjum, sem setur rétta tóninn fyrir verkið. Óperan er samin við enskan texta Shakespeares og það var ekki laust við að það hríslaðist um mann sæla í bland við ónot þegar Jóhann Smári, í hlutverki Ríkharðs, hóf upp raust sína á hinum frægu orðum; „Now is the winter of our discontent, made glorious summer by this son of York“.  Hin langa einræða hins slóttuga verðandi konungs var mögnuð, Sigurður skrifaði hlutverkið með bróður sinn í huga og þróttmikil bassa-barítón rödd hans er sannarlega vel passandi hlutverkinu.

Á sviðinu voru tveir bassasöngvarar, þeir Keith Reed í hlutverki morðingjans og Viðar Gunnarsson í hlutverki Edwards konungs, bróður Ríkharðs. Það var gaman að heyra í Keith Reed aftur en það er orðið alllangt síðan hann steig á svið í höfuðborginni a.m.k. og hann var í fínu formi. Það sama má segja um Viðar sem söng hlutverk konungsins af miklu öryggi. Aron Axel Cortes barítón var í hlutverki Rivers jarls, bróður Elísabetar drottningar, sem sungin var af Guju Sandholt mezzosópran og gerðu þau sínum hlutverkum prýðileg skil bæði tvö. Það gefur augaleið að með þetta söngvaraval, þessar djúpu raddir, að óperan er dökk enda gefur umfjöllunarefnið sannarlega tilefni til þess, svona eins og Boris Godunov með öllum sínum bassa- og barítónröddum án þess að ég sé að líkja verkunum saman á annan hátt. Nú veit ég ekki hvort við bætast sópran- eða tenórraddir þegar líður á óperuna en á sviðinu voru fjórir aðrir einstaklingar í þöglum hlutverkum. 

Þriðja ópera Sigurðar

Þetta er þriðja ópera Sigurðar en hinar tvær eru Z-Ástarsaga (2001) og Hel (2009). Auk þess sem Sigurður hefur verið ötull við að semja verk fyrir einsöngvara og kór og hljóðfæri líkt og Jólaóratoríu, Hallgrímspassíu og Missa Pacis. Hann er því mikill reynslubolti þegar kemur að gerð viðamikilla söngverka og það skilar sér sannarlega í þessari nýju óperu. Tónmál Sigurðar er ljóðrænt og tónal en samt sem áður aldrei svo að það verði eitthvað banalt eða gamaldags. Hann er næmur á raddir enda menntaður söngvari sjálfur og nær að fanga óhugnanlegt andrúmsloft verksins í hljómsveitarpartinum sem var vel útsettur og ægifagur á köflum. Hljómsveitin var skipuð um tuttugu úrvals hljóðfæraleikurum og var fagmannlega stýrt af Steinari Loga Helgasyni. 

Ef maður spyr sig svo hvort umfjöllunarefnið eigi erindi við okkur í dag, hver sé tilgangurinn að gera óperu upp úr fjögur hundruð ára leikriti, er víst að vélráð mannanna, oft þeirra sem eru í æðstu stöðum, taka engan endi og erindið þar af leiðandi brýnt þar sem ljóst er að við lærum lítið af sögunni. Þessi tæpi hálftíma bútur úr óperunni gaf áheyrendum í þéttsetnum Norðurljósasal Hörpu sannarlega „blod på tanden“ og var flytjendum vel fagnað í lokin.

Ég get persónulega ekki beðið eftir að fá að heyra línuna „A horse, a horse, my kingdom for a horse!“. Stjörnugjöf miðast við þessar 25 mínútur sem voru sannarlega vel þess virði en ég gef mér það leyfi að breyta henni þegar verkið verður flutt í heild sinni, sem vonandi verður sem fyrst.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
2
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Ragnhildur Helgadóttir
8
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
9
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár