Ópera í smíðum

Á Óperu­dög­um hlustaði tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir á fjór­ar fyrstu sen­urn­ar úr fyrsta kafla óper­unn­ar Rík­harð­ur III – sem er í smíð­um.

Ópera í smíðum
Ríkharður III Úr óperunni Ríkharður III sem Sigurður Sævarsson er með í smíðum.
Tónleikar

Rík­harð­ur III

Niðurstaða:

Óperudagar Harpa, Norðurljós, 29. október 2023 Ríkharður III - ópera í smíðum eftir Sigurð Sævarsson Einsöngvarar: Jóhann Smári Sævarsson, Viðar Gunnarsson, Guja Sandholt, Aron Axel Cortes og Keith Reed. Hljómsveitarstjóri: Steinar Logi Helgason

Gefðu umsögn

Þær eru allnokkrar óperurnar sem samdar hafa verið upp úr leikritum Williams Shakespeare. Frægastar sjálfsagt Othello, Macbeth og Falstaff eftir Verdi, Rómeó og Júlía Gounods og Draumur á Jónsmessunótt eftir Britten svo einhverjar séu nefndar. Ekki man ég eftir að hafa áður heyrt um óperu byggða á Ríkharði III en nú hefur Sigurður Sævarsson heldur betur bætt úr því.

Það eru liðin allmörg ár síðan ég frétti að hann væri með óperu í smíðum sem byggði á þeirri dramatísku og blóðugu sögu um kroppinbakinn og illmennið Ríkharð af Gloster sem kemst í konungsstól Englands með plotti og morðum að bróður sínum látnum. Nú er óperan tilbúin, það er að segja nóturnar eru til staðar, og á lokadegi Óperudaga fengu áheyrendur að heyra fjórar fyrstu senurnar úr fyrsta kafla hennar.

Dökk ópera

Forleikurinn er stuttur en áhrifamikill þar sem undirliggjandi drungi og spenna ráða ríkjum, sem setur rétta tóninn fyrir verkið. Óperan er samin við enskan texta Shakespeares og það var ekki laust við að það hríslaðist um mann sæla í bland við ónot þegar Jóhann Smári, í hlutverki Ríkharðs, hóf upp raust sína á hinum frægu orðum; „Now is the winter of our discontent, made glorious summer by this son of York“.  Hin langa einræða hins slóttuga verðandi konungs var mögnuð, Sigurður skrifaði hlutverkið með bróður sinn í huga og þróttmikil bassa-barítón rödd hans er sannarlega vel passandi hlutverkinu.

Á sviðinu voru tveir bassasöngvarar, þeir Keith Reed í hlutverki morðingjans og Viðar Gunnarsson í hlutverki Edwards konungs, bróður Ríkharðs. Það var gaman að heyra í Keith Reed aftur en það er orðið alllangt síðan hann steig á svið í höfuðborginni a.m.k. og hann var í fínu formi. Það sama má segja um Viðar sem söng hlutverk konungsins af miklu öryggi. Aron Axel Cortes barítón var í hlutverki Rivers jarls, bróður Elísabetar drottningar, sem sungin var af Guju Sandholt mezzosópran og gerðu þau sínum hlutverkum prýðileg skil bæði tvö. Það gefur augaleið að með þetta söngvaraval, þessar djúpu raddir, að óperan er dökk enda gefur umfjöllunarefnið sannarlega tilefni til þess, svona eins og Boris Godunov með öllum sínum bassa- og barítónröddum án þess að ég sé að líkja verkunum saman á annan hátt. Nú veit ég ekki hvort við bætast sópran- eða tenórraddir þegar líður á óperuna en á sviðinu voru fjórir aðrir einstaklingar í þöglum hlutverkum. 

Þriðja ópera Sigurðar

Þetta er þriðja ópera Sigurðar en hinar tvær eru Z-Ástarsaga (2001) og Hel (2009). Auk þess sem Sigurður hefur verið ötull við að semja verk fyrir einsöngvara og kór og hljóðfæri líkt og Jólaóratoríu, Hallgrímspassíu og Missa Pacis. Hann er því mikill reynslubolti þegar kemur að gerð viðamikilla söngverka og það skilar sér sannarlega í þessari nýju óperu. Tónmál Sigurðar er ljóðrænt og tónal en samt sem áður aldrei svo að það verði eitthvað banalt eða gamaldags. Hann er næmur á raddir enda menntaður söngvari sjálfur og nær að fanga óhugnanlegt andrúmsloft verksins í hljómsveitarpartinum sem var vel útsettur og ægifagur á köflum. Hljómsveitin var skipuð um tuttugu úrvals hljóðfæraleikurum og var fagmannlega stýrt af Steinari Loga Helgasyni. 

Ef maður spyr sig svo hvort umfjöllunarefnið eigi erindi við okkur í dag, hver sé tilgangurinn að gera óperu upp úr fjögur hundruð ára leikriti, er víst að vélráð mannanna, oft þeirra sem eru í æðstu stöðum, taka engan endi og erindið þar af leiðandi brýnt þar sem ljóst er að við lærum lítið af sögunni. Þessi tæpi hálftíma bútur úr óperunni gaf áheyrendum í þéttsetnum Norðurljósasal Hörpu sannarlega „blod på tanden“ og var flytjendum vel fagnað í lokin.

Ég get persónulega ekki beðið eftir að fá að heyra línuna „A horse, a horse, my kingdom for a horse!“. Stjörnugjöf miðast við þessar 25 mínútur sem voru sannarlega vel þess virði en ég gef mér það leyfi að breyta henni þegar verkið verður flutt í heild sinni, sem vonandi verður sem fyrst.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár