Ég hef aldrei orðið vitni að jafn skelfilegri þjáningu. Alþjóðasamfélagið verður að krefjast vopnahlés þannig að hægt sé að koma nauðsynjum til fórnarlamba árásanna á Gaza. Þannig að hægt sé að leita að fólki sem er grafið í rústum húsa, þannig að hægt sé að veita særðum og sjúkum læknismeðferð. Enn sem komið er hafa þjóðir heims ekki brugðist við, horfa á hryllinginn úr fjarska með hendur í skauti. Gera ekki neitt.“
Þetta segir Nebal Farsakh, talskona palestínska Rauða hálfmánans en hún var í Ramallah á Vesturbakkanum þegar Heimildin náði tali af henni.
„Árásir Ísraelshers síðustu vikur á Gaza eru með öllu fordæmalausar.
Við erum að verða vitni að stríðsglæpum af þeirri stærðargráðu sem ekki hafa sést áður hér fyrir botni Miðjarðarhafs.“
Hún segir að í gær, 2. nóvember, hafi verið staðfest að 3.648 börn, hið …
Athugasemdir (2)