Arndís Þórarinsdóttir er ein okkar fremstu barnabókahöfunda, en hún hefur unnið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, og bók hennar Kollhnís er tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Arndís hefur skrifað um blokkir á heimsenda, nærbuxnaverksmiðjur og fimleikadrengi, en á dögunum kom út nýjasta bók hennar og Huldu Sigrúnar Bjarnadóttur, Mömmuskipti.
Heimildin ræddi við hana um áhyggjur fullorðinna af lestri barna, rétt barna til einkalífs, og ósk hennar um frekari átök í barnabókum. Allt saman yfir heitu tei í múmínbolla.
Barnabókaskrif eru svolítið áhugaverður gjörningur vegna lesendahópsins. Börn eru jú þjóðfélagshópur sem við tilheyrðum öll einu sinni en fæstir barnabókahöfundar tilheyra enn þá.
A: „Já, þetta er innbyggð þverstæða. Barnabókahöfundar eru óhjákvæmilega einni kynslóð á eftir sér, við erum alltaf að skrifa um okkar barnæsku, en frá því að ég var barn seint á síðustu öld hefur mikið breyst. Þar er maður alltaf í smá eltingarleik við …
Athugasemdir