Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það felst uppreisn í því að lesa bók

Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir seg­ir barna­bóka­höf­unda óhjá­kvæmi­lega alltaf einni kyn­slóð á eft­ir sér, að skrifa um sína barnæsku fyr­ir börn dags­ins í dag og eru þannig í elt­ing­ar­leik við sam­tím­ann, að reyna að ná ut­an um hann og skilja hann. Hún seg­ir freist­andi að smætta vanda­mál barna í dag og kenna snjallsím­um ein­um um þau. Vanda­mál­ið sé hins veg­ar ekki svo ein­falt.

Það felst uppreisn í því að lesa bók
Ekki sanngjarnt Arndís segir freistandi að finna einföld svör við erfiðum spurningum hvað varðar börn. Það sé því ekki sanngjarnt að áfellast börn þó orðaforði þeirra hafi tekið breytingum. Mynd: Hörður Sveinsson

Arndís Þórarinsdóttir er ein okkar fremstu barnabókahöfunda, en hún hefur unnið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, og bók hennar Kollhnís er tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Arndís hefur skrifað um blokkir á heimsenda, nærbuxnaverksmiðjur og fimleikadrengi, en á dögunum kom út nýjasta bók hennar og Huldu Sigrúnar Bjarnadóttur, Mömmuskipti.

Heimildin ræddi við hana um áhyggjur fullorðinna af lestri barna, rétt barna til einkalífs, og ósk hennar um frekari átök í barnabókum. Allt saman yfir heitu tei í múmínbolla.

Barnabókaskrif eru svolítið áhugaverður gjörningur vegna lesendahópsins. Börn eru jú þjóðfélagshópur sem við tilheyrðum öll einu sinni en fæstir barnabókahöfundar tilheyra enn þá.

A: „Já, þetta er innbyggð þverstæða. Barnabókahöfundar eru óhjákvæmilega einni kynslóð á eftir sér, við erum alltaf að skrifa um okkar barnæsku, en frá því að ég var barn seint á síðustu öld hefur mikið breyst. Þar er maður alltaf í smá eltingarleik við …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár