Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Einstök list nálar og bands

Þessi út­gáfa er tíma­móta­verk í öll­um skiln­ingi nú þeg­ar kon­ur á Ís­landi eru tekn­ar upp á ref­ilssaumi, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son.

Einstök list nálar og bands
Höfundurinn Elsa E. Guðjónsson
Bók

Með verk­um hand­anna

Íslenskur refilsaumur fyrri alda
Höfundur Elsa E. Guðjónsson Ritstjórar: Lilja Árnadóttir og Mörður Árnason
Þjóðminjasafn Íslands
416 blaðsíður
Gefðu umsögn

Stór bók, 22,5 x 30,5, 416 bls. á þykkum pappír litprentuð, saumuð í kjöl með bakfestu forsíðuspjaldi, er komin út á forlagi Þjóðminjasafns Íslands helguð fornri íslenskri ísaumshefð: reflinum. Almenningi er kunn list refilsins af heimsfrægu listaverki, sögumynd á klæði sem segir af orrustunni við Hastings 1066, og er sá refill kenndur við borgina Bayeux í norðurhluta Frakklands. Er hann eitt fárra verka sem varðveitt eru með þessu sérstaka saumsniði og lengstur refla sem eru varðveittir, 50 cm á hæð og 70 metrar að lengd.

Bókin Með verkum handanna geymir ævistarf Elsu E. Guðjónsson, safnvarðar á Þjóðminjasafninu, en hún féll frá 2010 og átti þá að baki nær fjörutíu ára rannsóknarsögu á afmörkuðu en afar mikilvægu sögusviði íslenskra handmennta í vef, bandi, með nál og prjónum, það er því sem lengi var kallað handavinna, seinna handíðir og loks textíll. Elsa var brautryðjandi á þessu sviði menningarsögu okkar, hvernig var unnið, spunnið, ofið, saumað og prjónað úr ull. Hún var ötull greinarhöfundur bæði í alþýðurit og vísindarit íslensk og erlend. Með verkum handanna er einstakt afrek langrar ástundunar í skjóli Þjóðminjasafnsins, frábærlega unnið og uppsett af ritstjórum, ríkulega myndskreytt, alþjóðlegur mælikvarði um getu og starf íslenskra mennta.

Mikilvægt er að ítreka að rannsókn Elsu leiðir í ljós að refillinn var viðfangsefni frumherja íslenskrar fornleifafræði allt frá dögum Sigurðar málara, Sigurðar Vigfússonar, Matthíasar Þórðarsonar allt til Kristjáns Eldjárn. Hún minnist líka á tímamótagrein Gertie Wandel frá 1941 sem birt var í Ársriti danska Þjóðminjasafnsins en þýdd 1946 og birt í Lesbók Moggans. Gertie átti þess kost fyrir stríð að leita uppi refla á varðveislusöfnum Evrópu. Tilgáta hennar var að nefndir reflar ættu sér allir upphaf á Íslandi. Minnisstætt er þá er Björn Th. Björnsson í fyrirlestri spurði hvort Bayeux-refillinn gæti verið unninn af íslenskum höndum?

Í riti Elsu er að loknum inngöngum fyrrum þjóðminjavarðar, Elsu og ritstjóra bókverksins, Lilju Árnadóttur, gerð grein fyrir varðveittum reflum á og frá Íslandi í fimmtán köflum, heimildaskrá með athugasemdum, bæði Elsu og Lilju ritstjóra, fylgir hverjum kafla auk útdráttar á ensku. Hver kafli rekur rannsóknarsögu hvers refils, heimfærir hann eftir ritheimildum í tíma og á heimaslóð eftir rökum, líkindum og tilgátum ef annað bregst. Eins er gerð nákvæm grein fyrir efni, bakgrunni ísaumsins, ullar- eða línvef sem saumað var í og eins með hvaða þræði myndefnið er saumað. 

„Með verkum handanna er einstakt afrek langrar ástundunar í skjóli Þjóðminjasafnsins, frábærlega unnið og uppsett af ritstjórum, ríkulega myndskreytt, alþjóðlegur mælikvarði um getu og starf íslenskra mennta.“

Hér er stigið inn í lítt kunnan heim ullarvinnslu um hundruð ára frá því byggð hófst, þvottarins, vinnslu togs og þels, spunans, litunar, innlends vefjar sem var í öllum tilvikum hinn forni lóðrétti vefstóll fyrir daga þess lárétta sem við þekkjum í dag, en Elsa var ein þeirra sem byggðu slíkan vefstól í safninu, og að lokum erlend íefni sem notuð voru við saum myndefnis, t.d. málmþræði. Þá er í bókarlok samantekt rannsókna í tímagreiningu á þráðum úr vefjunum sem styrkja kenningar Elsu í öllum tilvikum.

Best er að árétta að refillinn er ekki í myndbyggingu íslenskur heldur á sér fornar rætur í býsanskri myndlist frá því um 1000, mynsturgerð í mörgum þeirra er samofin fornum hefðum í ísaum, myndvefnaði, útskurði og greftri á málmum. Þessi hlutur menningar okkar er af lifandi heild handlista Evrópu. Við vorum ekki einangruð heldur hluti álfunnar. Eins vaknar spurning um hvernig má vera eftir siðaskipti þegar eldri trúargripum í vef, klæðum, af tré og málmi, var skipulega eytt að trúarleg efni fyrri siðar lifðu í reflinum sem var kvenna verk, í  tilvikum kvenna á stórbýlum. Ísaumur var mannfrek og dýr listgrein. Er það enn eitt dæmið um fálæti og útilokun kaþólskra áhrifa í sögu okkar sem Helgi Þorláksson hefur vakið athygli á?

Þessi útgáfa er tímamótaverk í öllum skilningi nú þegar konur á Íslandi eru teknar upp á refilssaumi. Nú stendur yfir sýning í Þjóðminjasafni á öllum þeim íslensku reflum sem varðveist hafa, réttmæt hátíð í tilefni af útgáfu Með verkum handanna og 160 ára frá stofnun forngripasafns á Íslandi.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
10
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár