Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hreinræktaður uppvakningasplatter

Æv­ar Þór Bene­dikts­son geng­ur skemmti­lega langt í hryll­ingn­um og það er nóg af blóði, gori, slími og spring­andi holdi í bók­inni. Ari H. G. Ya­tes slær hár­rétt­an tón í mynd­um sín­um sem und­ir­strika húm­or­inn í frá­sögn­inni og eru hvorki of hroll­vekj­andi né of barna­leg­ar.

Hreinræktaður uppvakningasplatter
Höfundurinn Ævar Þór Benediktsson. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Skóla­slit 2

Dauð viðvörun
Höfundur Ævar Þór Benediktsson/ Ari H.G Yates myndskreytir
Forlagið
219 blaðsíður
Niðurstaða:

Hressandi uppvakningasplatter fyrir krakka með húmor, spennu og rotnandi holdi.

Gefðu umsögn

Eins og svo margt sem höfundurinn og leikarinn Ævar Þór Benediktsson tekur sér fyrir hendur er nýjasta bók hans, Skólaslit 2, hluti af stærri heild. Hrollvekjurnar í bókaflokki þessum birtast fyrst á netinu sem framhaldssögur og tilheyra verkefni sem kennsluráðgjafar í Reykjanesbæ höfðu frumkvæði að. Markmiðið er að búa til óvenjulega og hvetjandi lestrarupplifun sem er sérstaklega ætlað að ná til drengja (þótt verkefnið taki til allra nemenda), að ræða um og við stráka sem lesendur á jákvæðan máta. Af umfjöllun um verkefnið má sjá að kennarar og nemendur hafa tekið Skólaslitum fegins höndum og unnið með sögurnar á afar skapandi hátt. Ævar Þór hefur unnið ötullega að lestrarhvatningu um árabil, talað til ólíkra hópa og beitt ýmsum aðferðum en ávallt með smitandi sagnagleði í fyrirrúmi. Skólaslit 2: Dauð viðvörun er nú komin út í bókarformi – lengri og ógeðslegri en vefútgáfan, eins og höfundur útskýrir – en vert að geta þess að Skólaslit 3: Öskurdagur birtist í köflum á heimasíðu verkefnisins í október, bæði til lestrar og hlustunar.

Skólaslit 2 er sjálfstætt framhald fyrstu sögunnar og hreinræktaður uppvakningasplatter í bókarformi. Við upphaf sögunnar kemst lesandinn að því að heil unglingadeild úr skóla á Reykjanesi er horfin eftir skólaferðalag. Að lögreglustöð á svæðinu skjögrar blóðugur unglingur og stynur upp úr sér að þau séu öll dáin. Þannig hefst spennandi frásögn sem er sviðsett samkvæmt helstu formúlum hryllingsmynda og -bókmennta, án þess að formúlunálgunin sé ókostur enda markhópurinn lesendur sem hafa haft styttri kynni af slíkum aðferðum en fullorðnir lesendur. Við kynnumst hópi unglinga (og einum ógæfusömum kennara) sem verða hetjur sögunnar, aukapersónur dúkka upp og drepast með dramatískum hætti eins og vera ber, veðrið og náttúruöflin eiga stóran þátt í að magna upp andrúmsloftið og með reglulegu millibili verða óvæntar sviptingar. Illi krafturinn sem ungmennin berjast við kallar fram hugrenningatengsl við Stranger Things sem er auðvitað annað dæmi um skáldskap þar sem þekktum hryllingsstefjum er beitt af sköpunargleði.

Stundum hefði mátt lofta betur um frásögnina, spennuþrungin framvindan er keyrð hratt áfram eftir að óhugnaðurinn skellur á fyrir alvöru og þeir sem gleypa í sig söguna í einu bretti eins og sú sem hér skrifar gætu þurft að draga andann djúpt nokkrum sinnum og líta upp úr bókinni til að kaflarnir renni ekki saman í öllum hraðanum. Keyrslan er þó brotin upp með persónulegum sögum aðalpersónanna sem eru dregnar næmum dráttum og minna lesandann á að ekki er allt sem sýnist og að öll eigum við okkur fleiri hliðar en þær sem við kjósum að sýna út á við. Eins og ein persónan segir þá erum við öll svo margt.

Ævar gengur skemmtilega langt í hryllingnum og það er nóg af blóði, gori, slími og springandi holdi í bókinni. Ari H. G. Yates slær hárréttan tón í myndum sínum sem undirstrika húmorinn í frásögninni og eru hvorki of hrollvekjandi né of barnalegar.

Það er óþarfi að hafa lesið fyrstu bókina í flokknum til að hafa gaman af Skólaslitum 2 en þær fléttast þó saman á hátt sem undirbyggir um leið þriðju og síðustu söguna. Skólaslitabækurnar bera stílræn merki Ævars sem höfundar en eru þó hressandi öðruvísi en flest sem skrifað er fyrir krakka á íslensku, og til þess er leikurinn gerður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár