Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Draumaheimar

Í frum­raun Kamillu Kjer­úlf sem barna­bóka­höf­und­ar, Leynd­ar­dóm­um Draumarík­is­ins, vinn­ur höf­und­ur út frá snjallri og skemmti­legri hug­mynd um drauma. Sag­an er auð­ug að góð­um hug­mynd­um en bók­in hefði þó styrkst mik­ið með skýr­ari úr­vinnslu á sögu­þræði og per­són­um.

Draumaheimar
Höfundurinn Kamilla Kjerúlf
Bók

Leynd­ar­dóm­ar Draumarík­is­ins

Höfundur Kamilla Kjerúlf
Veröld
227 blaðsíður
Niðurstaða:

Hugmyndarík og spennandi verðlaunabók sem hefði þurft skarpari ritstjórn.

Gefðu umsögn

Draumaheimar eru ein þeirra vídda sem mannlegur skilningur nær ekki enn utan um. Við vitum vissulega ýmislegt um það hvernig heilinn hagar sér í draumi en tilgangur og hin undarlega lógík draumfara eru enn að miklu leyti á huldu, sem gerir þær auðvitað enn meira heillandi fyrir vikið. Í frumraun Kamillu Kjerúlf sem barnabókahöfundar, Leyndardómum Draumaríkisins, vinnur höfundur út frá snjallri og skemmtilegri hugmynd um drauma. Körfuboltastrákurinn Davíð fær höfuðhögg á úrslitastundu í kappleik og þegar hann sofnar um kvöldið er hann hrifinn inn í Draumaríkið, mjúkan og furðulegan skýjaheim. Þar rekst hann á vingjarnlega stúlku, Sunnu, sem útskýrir fyrir honum að hún og aðrir íbúar ríkisins hafi þann starfa að búa til drauma fyrir jarðarbúa úr upplifunum þeirra í vöku. Davíð er þó rétt byrjaður að kynnast þessum ótrúlega stað þegar ill öfl halda innreið sína í heim draumanna og upp á þau Sunnu stendur að bregðast við.

Kamilla hlaut nýverið Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir þessa fyrstu bók sína og lætur vonandi ekki staðar numið hér. Sagan er auðug að góðum hugmyndum og sögusviðið nógu áhugavert til að draga lesandann þangað eftirvæntingarfullan ásamt aðalpersónunni. Bókin hefði þó styrkst mikið með skýrari úrvinnslu á söguþræði og persónum. Hæglega hefði mátt stytta hana og ydda, þá sérstaklega fyrri helminginn, og draga upp sterkari mynd af Draumaríkinu í þeim hluta bókarinnar þar sem verið er að kynna söguheiminn – nýta sviðsetninguna frekar en samtöl milli aðalpersónanna. Sýna frekar en segja. Textinn hrekkur sums staðar úr gír og höktir. Annars staðar fara upplýsingarnar í óþarfa hringi. Hér er ekki við nýjan höfund að sakast heldur hefði bæði þurft virkari ritstjórn og einfaldlega betri yfirlestur til að lagfæra textann.

„Hæglega hefði mátt stytta hana og ydda, þá sérstaklega fyrri helminginn, og draga upp sterkari mynd af Draumaríkinu í þeim hluta bókarinnar þar sem verið er að kynna söguheiminn“

Margt er þó vel gert af höfundarins hendi. Sköpun draumanna er hrífandi og mikið gleðispil sem fær svo myrkt mótvægi en allt frá því að martraðaskrímslin ryðjast inn í Draumaríkið er óhugnaðurinn sterkur og ógnin mjög raunveruleg. Ekki er allt sem sýnist í upphafi og sannleikurinn á bak við tilvist Draumaríkisins er flóknari en Davíð virðist þegar hann kemur þangað fyrst. Í sögunni er sömuleiðis mjög vel heppnaður snúningur, eða „tvist“, sem hefur ekki þann tilgang einan að hrista upp í lesandanum heldur ljáir sögunni einnig meiri tilfinningalegan þunga. Sú sem hér skrifar furðaði sig í fyrstu á þeirri ákvörðun höfundar að láta aðalpersónuna flakka milli heimanna tveggja – hversdagslífsins og ævintýranna í Draumaríkinu – frekar en að halda Davíð alfarið inni í ævintýrinu en sú ákvörðun skýrist þegar líður á söguna og gengur vel upp. Samspil heimanna er lykill að sögunni og þá sérstaklega persónulegu ferðalagi Davíðs. 

Hér verður að minnast sérstaklega á fallegar teikningar Jóns Ágústs Pálmasonar af verum, fyrirbærum og stökum hlutum sem birtast á undan hverjum kafla og gera mikið fyrir andrúmsloft bókarinnar. Þær kallast þó ekki á við bókarkápuna og gaman hefði verið að sjá betri heildarútfærslu á útliti. Rétt eins og með söguna sjálfa vantar þar vandaðri áherslur í útgáfunni sjálfri en það verður aftur á móti spennandi að sjá Kamillu stíga næstu skref sem höfundur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár