Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Draumaheimar

Í frum­raun Kamillu Kjer­úlf sem barna­bóka­höf­und­ar, Leynd­ar­dóm­um Draumarík­is­ins, vinn­ur höf­und­ur út frá snjallri og skemmti­legri hug­mynd um drauma. Sag­an er auð­ug að góð­um hug­mynd­um en bók­in hefði þó styrkst mik­ið með skýr­ari úr­vinnslu á sögu­þræði og per­són­um.

Draumaheimar
Höfundurinn Kamilla Kjerúlf
Bók

Leynd­ar­dóm­ar Draumarík­is­ins

Höfundur Kamilla Kjerúlf
Veröld
227 blaðsíður
Niðurstaða:

Hugmyndarík og spennandi verðlaunabók sem hefði þurft skarpari ritstjórn.

Gefðu umsögn

Draumaheimar eru ein þeirra vídda sem mannlegur skilningur nær ekki enn utan um. Við vitum vissulega ýmislegt um það hvernig heilinn hagar sér í draumi en tilgangur og hin undarlega lógík draumfara eru enn að miklu leyti á huldu, sem gerir þær auðvitað enn meira heillandi fyrir vikið. Í frumraun Kamillu Kjerúlf sem barnabókahöfundar, Leyndardómum Draumaríkisins, vinnur höfundur út frá snjallri og skemmtilegri hugmynd um drauma. Körfuboltastrákurinn Davíð fær höfuðhögg á úrslitastundu í kappleik og þegar hann sofnar um kvöldið er hann hrifinn inn í Draumaríkið, mjúkan og furðulegan skýjaheim. Þar rekst hann á vingjarnlega stúlku, Sunnu, sem útskýrir fyrir honum að hún og aðrir íbúar ríkisins hafi þann starfa að búa til drauma fyrir jarðarbúa úr upplifunum þeirra í vöku. Davíð er þó rétt byrjaður að kynnast þessum ótrúlega stað þegar ill öfl halda innreið sína í heim draumanna og upp á þau Sunnu stendur að bregðast við.

Kamilla hlaut nýverið Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir þessa fyrstu bók sína og lætur vonandi ekki staðar numið hér. Sagan er auðug að góðum hugmyndum og sögusviðið nógu áhugavert til að draga lesandann þangað eftirvæntingarfullan ásamt aðalpersónunni. Bókin hefði þó styrkst mikið með skýrari úrvinnslu á söguþræði og persónum. Hæglega hefði mátt stytta hana og ydda, þá sérstaklega fyrri helminginn, og draga upp sterkari mynd af Draumaríkinu í þeim hluta bókarinnar þar sem verið er að kynna söguheiminn – nýta sviðsetninguna frekar en samtöl milli aðalpersónanna. Sýna frekar en segja. Textinn hrekkur sums staðar úr gír og höktir. Annars staðar fara upplýsingarnar í óþarfa hringi. Hér er ekki við nýjan höfund að sakast heldur hefði bæði þurft virkari ritstjórn og einfaldlega betri yfirlestur til að lagfæra textann.

„Hæglega hefði mátt stytta hana og ydda, þá sérstaklega fyrri helminginn, og draga upp sterkari mynd af Draumaríkinu í þeim hluta bókarinnar þar sem verið er að kynna söguheiminn“

Margt er þó vel gert af höfundarins hendi. Sköpun draumanna er hrífandi og mikið gleðispil sem fær svo myrkt mótvægi en allt frá því að martraðaskrímslin ryðjast inn í Draumaríkið er óhugnaðurinn sterkur og ógnin mjög raunveruleg. Ekki er allt sem sýnist í upphafi og sannleikurinn á bak við tilvist Draumaríkisins er flóknari en Davíð virðist þegar hann kemur þangað fyrst. Í sögunni er sömuleiðis mjög vel heppnaður snúningur, eða „tvist“, sem hefur ekki þann tilgang einan að hrista upp í lesandanum heldur ljáir sögunni einnig meiri tilfinningalegan þunga. Sú sem hér skrifar furðaði sig í fyrstu á þeirri ákvörðun höfundar að láta aðalpersónuna flakka milli heimanna tveggja – hversdagslífsins og ævintýranna í Draumaríkinu – frekar en að halda Davíð alfarið inni í ævintýrinu en sú ákvörðun skýrist þegar líður á söguna og gengur vel upp. Samspil heimanna er lykill að sögunni og þá sérstaklega persónulegu ferðalagi Davíðs. 

Hér verður að minnast sérstaklega á fallegar teikningar Jóns Ágústs Pálmasonar af verum, fyrirbærum og stökum hlutum sem birtast á undan hverjum kafla og gera mikið fyrir andrúmsloft bókarinnar. Þær kallast þó ekki á við bókarkápuna og gaman hefði verið að sjá betri heildarútfærslu á útliti. Rétt eins og með söguna sjálfa vantar þar vandaðri áherslur í útgáfunni sjálfri en það verður aftur á móti spennandi að sjá Kamillu stíga næstu skref sem höfundur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár