Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þingflokkur Vinstri grænna andsnúinn hjásetu Íslands

Þing­flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra er ósam­mála þeirri ákvörð­un Ís­lands að greiða ekki at­kvæði með til­lögu um vopna­hlé á Gaza. Ákvörð­un sem Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra varði í morg­un.

Þingflokkur Vinstri grænna andsnúinn hjásetu Íslands
Ósammála Þingflokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er ósammála Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra um þá afstöðu sem Ísland hefði átt að taka í málinu. Mynd: Golli

Þingflokkur Vinstri grænna telur að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögu sem Jórdanar lögðu fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á neyðarfundi í gærkvöldi um tafarlaust og langvarandi vopnahlé á Gaza. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þingflokkurinn, sem inniheldur þrjá ráðherra í sitjandi ríkisstjórn og þar með talin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sendi frá sér í dag. 

Ísland var eitt 45 landa sem sat hjá við afgreiðslu tillögunnar, sem var þó samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Vert er að taka fram að tillagan er ekki bindandi. Í yfirlýsingu þingflokksins segir að hann telji að „rétt hefði verið að styðja tillöguna sjálfa vegna umfangs mannúðarkrísunnar á Gaza. Þingflokkurinn tekur undir efni tillögunnar sem er í samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda.“

Þingflokkur Vinstri grænna segist fordæma árásir og morð á almennum borgurum skilyrðislaust, hvar sem er í heiminum. „Hernaður veldur gríðarlegu tjóni á velferð fólks, stöðu og réttindum kvenna og barna, sem og umhverfinu. Rétt eins og allsherjarþingið samþykkti krefst þingflokkur VG þess að farið sé skilyrðislaust eftir alþjóðlegum mannréttindalögum, að almennum borgurum sem haldið er í gíslingu verði skilyrðislaust sleppt og leið lífsnauðsynja verði greidd inn á Gaza tafarlaust. Fyrir því eiga íslensk stjórnvöld áfram að tala.“

Varði ákvörðunina

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra í ríkisstjórninni sem leidd er af Vinstri grænum, nálgaðist málið með öðrum hætti í færslu á Facebook í morgun og varði þar ákvörðun fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum um að sitja hjá. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það er miður að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um að fordæma hryðjuverk.“

Þingflokkur Vinstri grænna er ósammála þessari nálgun. Í yfirlýsingu hans segir að hann telji að „Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni þótt breytingartillaga Kanada hafi ekki náð fram að ganga.“

Sú ákvörðun Íslands að sitja hjá hefur verið harðlega gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra sem það gerðu er fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem gegndi því embætti á árunum 2007 til 2009. Í færslu á Facebook sagði hún: „Ísland greiddi því miður ekki atkvæði í dag með tillögu um tafarlaust vopnahlé í Gaza af mannúðarástæðum. Það gerðu heldur ekki hin Norðurlöndin - nema Noregur. Hvernig geta friðelskandi lýðræðisþjóðir fylgst álengdar og hlutlausar með þessum hræðilega Hildarleik?“

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, tjáði sig líka um málið og rifjaði upp grein sem forsætisráðherra skrifaði árið 2014 þegar Ísraelar sátu um Gaza og 2.251 Palestínumaður, þar af 550 börn, höfðu látið lífið. Þá skrifaði Katrín að „þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá“. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er þetta ekki samtrygging þriggja ólíkra flokka til þess að FOKKA samfélaginu, hver á sinn hátt, til framdráttar sér og sýnum?
    ALLT annað skiptir ekki máli – er það?
    Allavega er samfélagsleg vitræn tenging, vandfundið – innlend sem alþjóðleg.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Katrín Jakobsdóttir 25. júlí 2014 þegar búið var að slátra 2251 Palestínumanni á Gaza þar af a.m.k. 550 börnum:
    „Þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá“
    Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 27. október 2023 þegar búið er að slátra 7500 Palestínumönnum á Gaza þar af a.m.k. 3000 börnum. "

    29. otóber 2023 þá notar Katrín Jakobsdóttir bla, bla, bla, bla, og meira bla, bla, bla ?

    Katrín Jakobsdóttir : ,,Það skiptir máli hver stjórnar" ?
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    X-V-fólkið er látlaust í orðasaladinu og innantómum frösum, það er ekkert að marka þessa yfirlýsingu, það verður engin eftirfylgni og Katrín heldur áfram að treysta/verja Bjarna Ben nú sem áður.
    0
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Afhverju ættum við yfirleitt að lesa þessa grein. Vinstri grænir hafa enga skoðun eða samvisku. Vilja bara vera í liði með skessunni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
8
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
10
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár