Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingflokkur Vinstri grænna andsnúinn hjásetu Íslands

Þing­flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra er ósam­mála þeirri ákvörð­un Ís­lands að greiða ekki at­kvæði með til­lögu um vopna­hlé á Gaza. Ákvörð­un sem Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra varði í morg­un.

Þingflokkur Vinstri grænna andsnúinn hjásetu Íslands
Ósammála Þingflokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er ósammála Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra um þá afstöðu sem Ísland hefði átt að taka í málinu. Mynd: Golli

Þingflokkur Vinstri grænna telur að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögu sem Jórdanar lögðu fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á neyðarfundi í gærkvöldi um tafarlaust og langvarandi vopnahlé á Gaza. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þingflokkurinn, sem inniheldur þrjá ráðherra í sitjandi ríkisstjórn og þar með talin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sendi frá sér í dag. 

Ísland var eitt 45 landa sem sat hjá við afgreiðslu tillögunnar, sem var þó samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Vert er að taka fram að tillagan er ekki bindandi. Í yfirlýsingu þingflokksins segir að hann telji að „rétt hefði verið að styðja tillöguna sjálfa vegna umfangs mannúðarkrísunnar á Gaza. Þingflokkurinn tekur undir efni tillögunnar sem er í samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda.“

Þingflokkur Vinstri grænna segist fordæma árásir og morð á almennum borgurum skilyrðislaust, hvar sem er í heiminum. „Hernaður veldur gríðarlegu tjóni á velferð fólks, stöðu og réttindum kvenna og barna, sem og umhverfinu. Rétt eins og allsherjarþingið samþykkti krefst þingflokkur VG þess að farið sé skilyrðislaust eftir alþjóðlegum mannréttindalögum, að almennum borgurum sem haldið er í gíslingu verði skilyrðislaust sleppt og leið lífsnauðsynja verði greidd inn á Gaza tafarlaust. Fyrir því eiga íslensk stjórnvöld áfram að tala.“

Varði ákvörðunina

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra í ríkisstjórninni sem leidd er af Vinstri grænum, nálgaðist málið með öðrum hætti í færslu á Facebook í morgun og varði þar ákvörðun fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum um að sitja hjá. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það er miður að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um að fordæma hryðjuverk.“

Þingflokkur Vinstri grænna er ósammála þessari nálgun. Í yfirlýsingu hans segir að hann telji að „Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni þótt breytingartillaga Kanada hafi ekki náð fram að ganga.“

Sú ákvörðun Íslands að sitja hjá hefur verið harðlega gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra sem það gerðu er fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem gegndi því embætti á árunum 2007 til 2009. Í færslu á Facebook sagði hún: „Ísland greiddi því miður ekki atkvæði í dag með tillögu um tafarlaust vopnahlé í Gaza af mannúðarástæðum. Það gerðu heldur ekki hin Norðurlöndin - nema Noregur. Hvernig geta friðelskandi lýðræðisþjóðir fylgst álengdar og hlutlausar með þessum hræðilega Hildarleik?“

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, tjáði sig líka um málið og rifjaði upp grein sem forsætisráðherra skrifaði árið 2014 þegar Ísraelar sátu um Gaza og 2.251 Palestínumaður, þar af 550 börn, höfðu látið lífið. Þá skrifaði Katrín að „þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá“. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er þetta ekki samtrygging þriggja ólíkra flokka til þess að FOKKA samfélaginu, hver á sinn hátt, til framdráttar sér og sýnum?
    ALLT annað skiptir ekki máli – er það?
    Allavega er samfélagsleg vitræn tenging, vandfundið – innlend sem alþjóðleg.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Katrín Jakobsdóttir 25. júlí 2014 þegar búið var að slátra 2251 Palestínumanni á Gaza þar af a.m.k. 550 börnum:
    „Þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá“
    Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 27. október 2023 þegar búið er að slátra 7500 Palestínumönnum á Gaza þar af a.m.k. 3000 börnum. "

    29. otóber 2023 þá notar Katrín Jakobsdóttir bla, bla, bla, bla, og meira bla, bla, bla ?

    Katrín Jakobsdóttir : ,,Það skiptir máli hver stjórnar" ?
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    X-V-fólkið er látlaust í orðasaladinu og innantómum frösum, það er ekkert að marka þessa yfirlýsingu, það verður engin eftirfylgni og Katrín heldur áfram að treysta/verja Bjarna Ben nú sem áður.
    0
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Afhverju ættum við yfirleitt að lesa þessa grein. Vinstri grænir hafa enga skoðun eða samvisku. Vilja bara vera í liði með skessunni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár