Starfslok tveggja stjórnenda Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóra og Ásmundar Tryggvasonar, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfesta hjá bankanum, kostuðu Íslandsbanka að minnsta kosti tæplega 103 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum árshlutareikningi Íslandsbanka.
Áður hefur verið greint frá því að starfslokasamningur Birnu, sem var látin hætta störfum í sumar, fæli í sér að hún fengi greidd laun í eitt ár eftir að hún færi úr bankanum. Alls nemur sú upphæð 56,6 milljónum króna, eða um 4,7 milljónum króna á mánuði. Til viðbótar viðheldur Birna réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á því tímabili, en í fyrra nam mótframlagið sem Íslandsbanki greiddi í lífeyrissjóð fyrir Birnu 11,5 milljónum króna. Kostnaður vegna starfsloka Birnu var bókfærður á öðrum ársfjórðungi.
3,8 milljónir á mánuði
Ásmundur var látinn hætta í sínu starfi þann 1. júlí síðastliðinn og kostnaður vegna starfsloka hans bókfærist því á þriðja ársfjórðungi, sem hófst þann dag.

Í nýbirtu uppgjöri Íslandsbanka kemur fram að hann hafi líka fengið laun í tólf mánuði eftir að hann hætti og að kostnaður bankans vegna þessa nemi 46,1 milljónum króna, eða um 3,8 milljónum króna á mánuði. Líkt og Birna fær hann auk þess greitt allt orlof og lífeyrisgreiðslur til viðbótar þessu. Í fyrra borgaði bankinn 6,7 milljónir króna í mótframlag í lífeyrissjóð fyrir Ásmund.
Ásmundur var einn þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem keyptu hluti fyrir í bankanum í lokuðu útboði á 22,5 prósenta hlut ríkisins á síðasta ári.
Hæsta sekt Íslandssögunnar
Birna og Ásmundur tvö af þremur stjórnendum Íslandsbanka sem misstu starfið eftir að sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, vegna umfangsmikilla lögbrota í tengslum við útboð á hlut í honum í mars í fyrra, var birt í síðasta mánuði. Samkvæmt sáttinni var Íslandsbanka gert að greiða tæplega 1,2 milljarða króna í sekt. Það er rúmlega þrettán sinnum hærri sekt en sú næst hæsta sem eftirlitið hefur áður lagt á fjármálafyrirtæki.
Auk þeirra Birnu og Ásmundar var Atli Rafn Björnsson, yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, látinn hætta störfum í kjölfar sáttarinnar. Það gerði hann í byrjun júlí. Atli Rafn sat hins vegar ekki í framkvæmdastjórn bankans og því eru ekki upplýsingar um starfslokasamning hans í uppgjörinu.
Þá viku þrír stjórnarmenn úr stjórn Íslandsbanka vegna málsins, Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir sem var varaformaður og Ari Daníelsson. Ari tók sjálfur þátt í útboðinu og keypti hlut í bankanum, eftir að hafa ráðfært sig við regluvörð.
Því er það furðulegt að þessir tveir stjórnendur bankans skuli ekki hafa verið kærðir fyrir þessi brot sem þeir bera ábyrgð á. Þannig að mér finnst þetta allt vera einn allsherjar skrípaleikur. Það verða þá viðskiptavinir bankans sem bera sekt bankans þegar upp verður staðið.
ekki neitt nytt,við latum þetta yfir okkur ganga aratugum saman.
Birna drullastu til að lata þig hverfa ur viðskiptalifinu þu ert til skammar
svo ertu orðin einhver stjornarm. Hver i osköpunum ol þig up
Skilaðu peningnum fra Glitni sem tyndust.
Gæti verið að þinn "frami" væri að þu ert með vitneskju sem ekki ma opinberast
BIRNA VERTU KJÖRK OG SEGÐU SANNLEIKANN.