Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsbankinn græddi 22,4 milljarða á níu mánuðum – Tvöföldun á hagnaði milli ára

Stór­aukn­ar vaxta­tekj­ur, auk­inn vaxtamun­ur og hríð­lækk­andi rekstr­ar­kostn­að­ur sem hlut­fall af tekj­um gera það að verk­um að arð­semi eig­in­fjár Lands­bank­ans jókst um­tals­vert milli ára.

Landsbankinn græddi 22,4 milljarða á níu mánuðum – Tvöföldun á hagnaði milli ára
Nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn er fluttur inn í framtíðarhúsnæði sitt. Greint var frá því í sumar að kostnaðurinn við húsið hafi verið 16,5 milljarðar króna, sem er 8,5 milljörðum krónum meira en lagt var upp með í upphafi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi, og alls um 22,4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Hagnaður bankans á því tímabili í fyrra var 11,3 milljarðar króna og því hefur hann næstum tvöfaldast milli ára. Aukningin nemur rúmlega ellefu milljörðum króna. 

Samhliða hefur arðsemi eiginfjár bankans, sem nam 293 milljörðum króna í lok september, aukist. Það var 10,9 prósent á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs en 8,5 prósent á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi Landsbankans vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs sem birt var í dag. 

Vaxtatekjurnar 27 prósent meiri en í fyrra

Hreinar vaxtatekjur bankans hafa aukist gríðarlega frá því í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru þær tæplega 43 milljarðar króna, sem er rúmlega níu milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. en um er að ræða 27 prósent aukningu milli ára. Hreinar vaxtatekjur Landsbankans voru 82 prósent af öllum rekstrartekjum hans það sem af er ári. 

Í uppgjörskynningu segir að þetta sé vegna betri ávöxtunar á lausafé, stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Útlán jukust um 55,5 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Útlán til einstaklinga jukust um 19,5 milljarða króna og útlán til fyrirtækja um 47 milljarða króna en á móti kemur ellefu milljarða króna lækkun vegna gengisáhrifa. Nettóaukning fyrirtækjalána er því 36 milljarðar króna.

Vaxta­tekjurnar byggja á mun­inum á þeim vöxtum sem bank­arnir borga fyrir að fá pen­inga að láni og þeim vöxtum sem þeir rukka fyrir að lána ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum fjár­muni. Sá munur kallast vaxtamunur. Hann var 3,1 prósent hjá Landsbankanum á þriðja ársfjórðungi. Vaxtamunur íslenskra banka er talsvert meiri en þekkist á meðal annarra norrænna banka, en hann hefur verið lægstur hjá Landsbankanum hérlendis.

Hreinar þjónustutekjur Landsbankans hækkuðu einungis um rúmlega 200 milljónir króna frá á sama tímabili í fyrra, og voru 8,1 milljarður króna. Athygli vekur að þjónustutekjur – þókn­­anir fyrir til dæmis eigna­­stýr­ingu og fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf en líka þau gjöld sem einstaklingar og heimili greiða fyrir ýmis konar þjónustu sem bankarnir veita þeim – drógust saman á þriðja ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. 

Hlutfall kostnaðar af tekjum hríðfellur

Rekstrargjöld bankans hafa aukist milli ára, alls um 1,7 milljarða króna, en sú aukning er mun minni en aukningin á tekjum hans. Þess vegna eykst hagnaður Landsbankans fyrir skatta um 66 prósent milli ára og var 31,6 milljarðar króna. Þegar bankinn var búinn að greiða 9,2 milljarða króna í skatta stóðu hins vegar eftir 22,4 milljarðar króna í hagnað sem tilheyrir hluthöfum hans, sem eru að uppistöðu ríkissjóður Íslands. 

Íslensku bankarnir hafa allir verið að hagræða umtalsvert í rekstri á undanförnum árum. Rekstrarkostnaður þeirra sem hlutfall af tekjum var 59 prósent árið 2018 en fór niður í 47 prósent í fyrra. Síðan þá hefur hann lækkað verulega hjá Landsbankanum og er nú 34,6 prósent. 

Í skýrslu starfshóps Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem birt var í sumar kom fram að að aukin hagkvæmni og lækkun bankaskatts hafi ekki skilað sér í minni vaxtamun. Hann var að meðaltali 2,7 prósent í fyrra, sem er nánast sami vaxtamunur og var árið 2018, þegar hann var 2,8 prósent. Þessi vaxtamunur er hár í norrænum samanburði. Í skýrslunni sagði að hjá öðrum norrænum bönkum af svipaðri stærð og þeir íslensku sé hann 1,6 prósent og hjá stórum norrænum bönkum sé hann enn minni, eða 0,9 prósent. 

Vaxtamunur íslensku bankanna hefur haldið áfram að aukast á þessu ári og var, líkt og áður sagði, 3,1 prósent hjá Landsbankanum á síðasta ársfjórðungi. Hinir tveir kerfislega mikilvægu bankarnir: Arion banki og Íslandsbanki, voru þegar komnir með muninn upp í 3,2 prósent um mitt þetta ár.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Já er ekki glæpa hyskið að tala um nauðsyn þess að "setja eigur ríkissins á markað" ?
    Nefnið mér bónda sem selur sína bestu mjólkur kú eða gefur frá sér gull gæsina ?
    Mér dettur í hug það sem ég sá að Davíð Þór Jónsson hafði skrifað einhverrstaðar.
    Og læt það fylgja hér án hanns leyfis.

    Davíð Þór Jónsson
    Vegna þess að ég heyrði ráðherra nýlega tala um nauðsyn þess að "setja eigur ríkissins á markað" finnst mér nauðsynlegt að afrugla aðeins hvernig sagt er frá þessu. Hér eru tvö orð sem vert er að gefa gaum að merkingunni í og því hvernig þau eru notuð. Hið fyrra er "markaður". Hverjir eru "markaðurinn"? Ég er ekki þessum markaði og fólkið sem kemur hingað til að biðja um hjálp er það ekki heldur. Öryrkjar eru ekki á þessum markaði. "Markaður" er nefnilega í raun fínt orð yfir það sem kallað er "fjármagnseigendur", sem aftur er aðeins skrúðyrði yfir þá sem eiga peningana, þ.e. auðmenn. Hitt orðið er "ríkið". Hverjir eiga "ríkið"? Það er í raun almenningur í þessu landi, þjóðin. Höfum þess vegna alveg á hreinu að þegar talað er um að setja eigur "ríkisins" á "markað" er í raun verið að tala um að koma eigum þjóðarinnar í hendur auðmanna.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár