Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Baráttan þarf að halda áfram - Myndaþáttur frá kvennaverkfalli

Kraf­an í kjöl­far kvenna­verk­falls­ins er að van­mat á „svo­köll­uð­um“ kvenna­störf­um sé leið­rétt, að karl­ar taki ábyrgð á ólaun­uð­um heim­il­is­störf­um og að kon­ur og kvár njóti ör­ygg­is og frels­is frá of­beldi og áreitni. Þetta er með­al þess sem var sam­þykkt á úti­fund­in­um á Arn­ar­hóli. Áhrifa­kon­ur í jafn­rétt­is­bar­átt­unni segja nauð­syn­legt að fylgja þess­um kröf­um eft­ir og þar skipti áhersl­ur stjórn­valda sköp­um.

Talið er að um sjötíu til hundrað þúsund manns, aðallega konur, hafi tekið þátt í útifundi á Arnarhóli þann 24. október þegar boðað var til kvennaverkfalls. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1975 sem konur, og nú líka kvár, voru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan sólarhring.

Ýmsar kröfur voru samþykktar á fundinum og ljóst að þeim þarf að fylgja eftir. Áherslan í ár var ekki aðeins á að útrýma launamisrétti kynjanna heldur einnig á kynbundið ofbeldi og þriðju vaktina, ólaunaða vinnu í tengslum við heimili og fjölskyldu, sem að miklu leyti lendir á konum. 

Mögnuð stemning á útifundinum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók þátt í kvennaverkfallinu og mætti á Arnarhól. „Mér fannst stemningin vera ótrúlega mögnuð og langt umfram það sem maður gat búist við,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún hefur borið marga titla á ferlinum en hún hefur alltaf lagt áherslu á jafnrétti. Hún var til að mynda þingkona Kvennalistans, borgarstjóri Reykjavíkur, svæðisstjóri UN Women í Istanbúl og yfirmaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.

„Það þarf öfluga forystu af hálfu þeirra sem ráða í stjórnarráðinu“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

„Það er mikilvægt að fylgja kröfum fundarins eftir gagnvart stéttarfélögunum og í kjarasamningum. Það er mikilvægur vettvangur til að ná fram launajafnrétti, og eðlilegu og sanngjörnu mati á hefðbundnum kvennastörfum. Síðan er það skólakerfið og menntakerfið. Það er ekki síst mikilvægt að auka fræðslu, til að mynda um kynbundið ofbeldi. Síðan þurfa ýmsar stofnanir að taka til hjá sér, ekki síst þegar kemur að dómskerfinu. Það þarf öfluga forystu af hálfu þeirra sem ráða í stjórnarráðinu,“ segir Ingibjörg Sólrún. 

Grunnur velferðarkerfisins mannaður konum

Kristín Ástgeirsdóttir er einnig fyrrverandi þingkona Kvennalistans, hún hefur líka verið framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og er ein þeirra sem komu að skipulagningu kvennaverkfallsins í ár. 

„Nú þarf að fara yfir þær kröfur sem þarna voru settar fram, forgangsraða og skerpa fókusinn. Það þarf að fylgja eftir þessum kröfum gagnvart ríkisvaldinu, sveitarfélögum og/eða vinnumarkaðnum eftir því sem við á,“ segir hún. 

Kristín leggur áherslu á að endurmeta þurfi virði svokallaðra kvennastarfa. „Mér finnst það vera stórmál. Það er gríðarlegt álag á þessum stéttum og mannekla. Hér er ég að tala um bæði heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Það er skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þessar stéttir mynda velferðarkerfið sem er grunnurinn að því að þjóðfélagið okkar gangi,“ segir hún. 

Því næst nefnir hún mikilvægi stóraukinna aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. „Með fókus á gerendur. Allt þetta klámáhorf hefur áhrif á strákana. Það þarf að kenna þeim hvar mörkin liggja,“ segir hún. 

Margt enn óunnið frá 1975

Gerður Steinþórsdóttir er ein af þeim sem komu að skipulagningu kvennafrídagsins 1975 en það ár var Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað málefnum kvenna. Talið er að um 25 þúsund konur hafi þá komið saman í miðbæ Reykjavíkur. 

„Að sumu leyti eru þetta sömu vandamál“
Gerður Steinþórsdóttir

Gerður segir margt enn óunnið, þrátt fyrir þann tíma sem liðinn er síðan, eða 48 ár. „Að sumu leyti eru þetta sömu vandamál. Það hefur gengið hægt að ná launajafnrétti. Mér finnst þessi láglaunastefna þegar kemur að kvennastörfum vera hneyksli. Mér finnst skömm að því að fólk, aðallega konur, vinni fullan vinnudag án þess að geta lifað af laununum,“ segir hún. 

Gerður upplifði samstöðu á útifundinum en líka reiði. „Það er komið upp óþol. Krafan er að þetta gamla karlaveldi víki. Það er líka krafa að karlmenn taki meiri þátt inni á heimilinu, taki meiri ábyrgð á þriðju vaktinni. Mér finnst vera spenna í samfélaginu,“ segir hún.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvennaverkfall

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár