Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylkingin stærri en Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn samanlagt

Vinstri græn eru sá flokk­ur á þingi sem mæl­ist með minnst fylgi. Ein­ung­is einn af hverj­um þrem­ur kjós­end­um myndi kjósa stjórn­ar­flokk­anna. Mið­flokk­ur­inn hef­ur bætt næst mestu við sig á eft­ir Sam­fylk­ingu sem hef­ur næst­um þre­fald­að fylgi sitt á kjör­tíma­bil­inu.

Samfylkingin stærri en Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn samanlagt
Fallandi fylgi Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar og Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar mælast nú samanlagt með 27,5 prósent fylgi. Mynd: Golli

Einn af hverjum þremur landsmönnum myndu kjósa ríkisstjórnarflokkanna þrjá ef kosið yrði í dag, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Samanlagt hafa þeir tapað 21 prósentustigi af fylgi það sem af er kjörtímabili.

Fylgi Vinstri grænna er nú komið fyrir neðan sex prósent í fyrsta sinn í mælingum fyrirtækisins, en það mælist 5,9 prósent, sem er rúmlega helmingi minna fylgi en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Slík niðurstaða myndi þýða að flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra væri minnstur þeirra átta flokka sem eiga fulltrúa á þingi. Vikmörk í könnuninni eru 1,1 prósent. Það þýðir að ef fylgi Vinstri grænna yrði við neðri vikmörk myndi flokkurinn sennilega detta út af Alþingi. 

Sjálfstæðisflokkurinn er líka að mælast með sögulega lágt fylgi, eða 17,7 prósent. Flokkurinn hefur aldrei fengið minna en 23,7 prósent fylgi í kosningum í sögu sinni og því væri um sögulegt afhroð að ræða ef þetta yrði niðurstaðan. Hann hefur tapað 6,7 prósentustigum frá kosningunum sem fram fóru haustið 2021.  

Mestu fylgi hefur Framsóknarflokkurinn, sem fékk 17,3 prósent atkvæða í kosningasigrinum fyrir rúmum tveimur árum, tapað það sem af er kjörtímabili. Hann mælist nú með 9,8 prósent fylgi, sem er 7,5 prósentustigum minna en í síðustu kosningum. Stjórnarflokkarnir gætu ekki reiknað með að fá meira en 21 eða 22 þingmenn að óbreyttu, en þeir eru með 38 í dag. 

Allir nema einn í andstöðu bætt við sig

Samfylkingin mælist nú með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samanlagt, eða 27,8 prósent. Flokkurinn hefur næstum þrefaldað fylgi sitt í könnunum Maskínu frá kosningunum haustið 2021. 

Hann er þó ekki eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur bætt við sig fylgi, þótt fylgisaukning Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu, alls 17,9 prósentustig, sé sér á báti. Næst mestu hefur Miðflokkurinn bætt við sig, eða 2,8 prósentustigum, sem skilar flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 8,2 prósent fylgi. 

Píratar mælast nú með 10,8 prósent stuðning, eða 2,2 prósentustigum meira en þeir fengu síðast, og Viðreisn hefur bætt við sig einu prósentustigi og mælast með 9,3 prósent fylgi. 

Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur tapað fylgi á kjörtímabilinu er Flokkur fólksins, sem mælist nú með 6,1 prósent stuðning, eða 1,7 prósentustigi minni en hann fékk í kosningunum 2021. 

Sósíalistaflokkur Íslands virðist fastur við kjörfylgi sitt og mælist með 4,3 prósent fylgi, sem myndi ekki duga honum inn á þing. 

Nokkrir kostir í stöðunni

Ef nýjasta könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga myndi ekki vera hægt að mynda tveggja flokka stjórn með meirihluta atkvæða á bakvið sig. Þá liggur fyrir að ómögulegt væri að mynda þriggja flokka stjórn án aðkomu Samfylkingarinnar.

Ef gengið er út frá því að nær útilokað er að Samfylkingin myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki miðað við yfirlýsingar forystumanna hennar, þá gæti sennilega myndað þriggja flokka stjórn með minnihluta atkvæða á bakvið sig í ýmsum mynstrum. Mögulegt væri að gera slíkt með tveimur af þremur eftirfarandi flokkum: Pírötum, Framsókn eða Viðreisn, sem allir mælast með svipað fylgi. Slík stjórn væri þó sennilega með minnsta mögulega meirihluta á þingi. Því er ekki útilokað að sögulega afar óvenjuleg fjögurra flokka stjórn sé í kortunum eftir næstu kosningar að óbreyttu.  

Könnunin fór fram daganna 12. til 18. október annars vegar og 20. til 24. október hins vegar. Alls tók 1.935 svarendur afstöðu til flokks.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár