Árið 1975 stóð Unnur Berglind Friðriksdóttir með móður sinni í Bankastræti og mótmælti. Það var í fyrsta sinn sem kvennaverkfall, eða kvennafrí eins og það var kallað þá, var haldið. Í dag, 48 árum eftir að Unnur stóð við hlið móður sinnar og krafðist launajafnréttis, mun hún standa á Arnarhóli með þúsundum annarra kvenna og kvára. Og þó að tæp hálf öld sé liðin frá fyrsta verkfallinu og ýmislegt hafi áunnist í baráttunni eru kröfurnar af svipuðum toga og þær voru þá: Jöfn kjör óháð kyni.
Unnur Berglind er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Hún vinnur þessa dagana að því að koma í veg fyrir að grunnlaun ljósmæðra sem starfa hjá stofnunum ríkisins verði lækkuð.
„Mér finnst við ekki metnar að verðleikum“
„Ég er eiginlega bara að verða fyrir vonbrigðum aftur og aftur,“ segir Unnur Berglind.
Hún er orðin þreytt á því að berjast við ríkið …
Athugasemdir