Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Mikill fengur að Tove

Á að­eins hundrað síð­um teikn­ar Tove Dit­lev­sen upp stærri heim en flest­ir gera á mörg hundruð síð­um. Bernska er blæ­brigða­ríkt og gef­andi verk þrátt fyr­ir að um­fjöll­un­ar­efn­ið sé oft og tíð­um sárt.

Mikill fengur að Tove
Tove Ditlevsen Höfundur bókarinnar Bernska hleypir litlu viðkvæmu dýri úr kjallarnum í endurminningum sínum.
Bók

Bernska

Höfundur Tove Ditlevsen í þýðingu Þórdísar Gísladóttur
Benedikt bókaútgáfa
112 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Barnæskan er myrk og henni fylgir þjáning, líkt og hún sé lítið dýr sem hefur verið lokað inni í kjallara og gleymst. Hún gýs upp úr hálsinum eins og andardráttur í frosti og stundum er hún of lítil en stundum of stór.“ (bls. 33)

Tove Ditlevsen hleypir þessu litla og viðkvæma dýri út úr kjallaranum í endurminningabók sinni, Bernsku, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Fyrir ári kom út bókin Gift en ásamt Ungdom mynda þessi verk þríleik endurminninga sem höfundurinn sendi frá sér á árunum 1967–71. Það ber að þakka Benedikt bókaútgáfu fyrir að standa að útgáfu þessara merkisverka úr dönskum 20. aldar bókmenntum en bækur Tove Ditlevsen hafa hlotið talsverða athygli á alþjóðlegum vettvangi síðustu ár, tæpri hálfri öld eftir andlát höfundar.

Í Bernsku dregur skáldið upp áhrifaríka mynd af heldur nöturlegu heimilislífi á Vesturbrú í Kaupmannahöfn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Fjölskylda Tove litlu á sér ótrygga tilveru innan um aðrar fjölskyldur úr verkamannastétt á tímum styrjaldar og síðar heimskreppu. Fátækt og atvinnuleysi fylgir skömm þótt flestir séu að basla við það sama. Auk foreldra og bróður Tove kynnumst við meðal annars ógæfusömu fólki úr hverfinu, ósvífinni vinkonu, hryssingslegu skólafólki og ófrískum unglingsstúlkum.

Hver einasta persóna setur mark sitt á söguna þótt sumar þeirra birtist varla nema í örfáum setningum, en sérstaklega situr þó eftir sambandið við móðurina sem litla telpan ber afar mótsagnakenndar tilfinningar til. Telpan þráir ást móðurinnar en fjarlægðin á milli þeirra er áþreifanleg og harkan í garð barnsins óbærileg. Heimur bernskunnar er heimur sem hin fullorðnu hafa skapað og Tove lýsir því á sláandi hátt hve börn eru undirorpin öðrum í valdaleysi sínu. Litla telpan er „undarleg“, sækir í bækur eins og faðir hennar og kann ekki að leika sér. Hún felur sig á bak við uppgerðarheimsku, treður frumsömdum ljóðum ofan í buxnastrenginn svo að enginn sjái þau og undrast sífellt hversu aftengd hún er raunveruleikanum. Þegar veruleikinn er með þessum hætti er aftenging auðvitað öruggasta varnarviðbragð hins berskjaldaða barns.

Á aðeins hundrað síðum teiknar Tove Ditlevsen upp stærri heim en flestir gera á mörg hundruð síðum. Hvort tveggja innri heimur stúlkunnar og veröldin sem hún hrærist óviljug í verða ljóslifandi. Þýðing Þórdísar er afar vel heppnuð og nær tilgerðarlitlum en afdráttarlausum stílnum. Í stað þess að reyna að troða þýðingunni inn í tímavél leyfir hún henni að flæða og kallast eðlilega á við frumtextann. „Stofan flýtur í tíma og rúmi“ skrifar skáldið um bernskuheimilið (bls. 11) og þessi orð eiga nokkuð vel við um þýðinguna sem er hvorki óþægilega nútímaleg né þrungin fölskum „gamaldags“ tóni. Einfaldar myndir fá að halda tærleika sínum og persónurnar tala til okkar sönnum rómi.

Það er mikill fengur að þessari barndómsbók Tove Ditlevsen. Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé oft og tíðum sárt – og lesandi sem til þekkir freistist jafnvel til að lesa bókina með hliðsjón af þungum róðri fullorðinsáranna og napurlegum örlögum skáldsins – þá er Bernska langt í frá niðurdrepandi lesning heldur blæbrigðaríkt og gefandi verk. „Einn daginn mun ég skrifa niður öll orðin sem streyma í gegnum mig,“ segir litla telpan (bls. 25), svo fór auðvitað og fyrir það geta lesendur þá og nú verið þakklátir. Vonandi fylgja þýðandinn Þórdís og Benedikt bókaútgáfa Gift og Bernsku eftir með íslenskri þýðingu á Ungdom strax á næsta ári – bækur Tove Ditlevsen eiga ekki síður brýnt erindi við lesendur dagsins í dag en fyrri kynslóðir.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár