Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mikill fengur að Tove

Á að­eins hundrað síð­um teikn­ar Tove Dit­lev­sen upp stærri heim en flest­ir gera á mörg hundruð síð­um. Bernska er blæ­brigða­ríkt og gef­andi verk þrátt fyr­ir að um­fjöll­un­ar­efn­ið sé oft og tíð­um sárt.

Mikill fengur að Tove
Tove Ditlevsen Höfundur bókarinnar Bernska hleypir litlu viðkvæmu dýri úr kjallarnum í endurminningum sínum.
Bók

Bernska

Höfundur Tove Ditlevsen í þýðingu Þórdísar Gísladóttur
Benedikt bókaútgáfa
112 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Barnæskan er myrk og henni fylgir þjáning, líkt og hún sé lítið dýr sem hefur verið lokað inni í kjallara og gleymst. Hún gýs upp úr hálsinum eins og andardráttur í frosti og stundum er hún of lítil en stundum of stór.“ (bls. 33)

Tove Ditlevsen hleypir þessu litla og viðkvæma dýri út úr kjallaranum í endurminningabók sinni, Bernsku, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Fyrir ári kom út bókin Gift en ásamt Ungdom mynda þessi verk þríleik endurminninga sem höfundurinn sendi frá sér á árunum 1967–71. Það ber að þakka Benedikt bókaútgáfu fyrir að standa að útgáfu þessara merkisverka úr dönskum 20. aldar bókmenntum en bækur Tove Ditlevsen hafa hlotið talsverða athygli á alþjóðlegum vettvangi síðustu ár, tæpri hálfri öld eftir andlát höfundar.

Í Bernsku dregur skáldið upp áhrifaríka mynd af heldur nöturlegu heimilislífi á Vesturbrú í Kaupmannahöfn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Fjölskylda Tove litlu á sér ótrygga tilveru innan um aðrar fjölskyldur úr verkamannastétt á tímum styrjaldar og síðar heimskreppu. Fátækt og atvinnuleysi fylgir skömm þótt flestir séu að basla við það sama. Auk foreldra og bróður Tove kynnumst við meðal annars ógæfusömu fólki úr hverfinu, ósvífinni vinkonu, hryssingslegu skólafólki og ófrískum unglingsstúlkum.

Hver einasta persóna setur mark sitt á söguna þótt sumar þeirra birtist varla nema í örfáum setningum, en sérstaklega situr þó eftir sambandið við móðurina sem litla telpan ber afar mótsagnakenndar tilfinningar til. Telpan þráir ást móðurinnar en fjarlægðin á milli þeirra er áþreifanleg og harkan í garð barnsins óbærileg. Heimur bernskunnar er heimur sem hin fullorðnu hafa skapað og Tove lýsir því á sláandi hátt hve börn eru undirorpin öðrum í valdaleysi sínu. Litla telpan er „undarleg“, sækir í bækur eins og faðir hennar og kann ekki að leika sér. Hún felur sig á bak við uppgerðarheimsku, treður frumsömdum ljóðum ofan í buxnastrenginn svo að enginn sjái þau og undrast sífellt hversu aftengd hún er raunveruleikanum. Þegar veruleikinn er með þessum hætti er aftenging auðvitað öruggasta varnarviðbragð hins berskjaldaða barns.

Á aðeins hundrað síðum teiknar Tove Ditlevsen upp stærri heim en flestir gera á mörg hundruð síðum. Hvort tveggja innri heimur stúlkunnar og veröldin sem hún hrærist óviljug í verða ljóslifandi. Þýðing Þórdísar er afar vel heppnuð og nær tilgerðarlitlum en afdráttarlausum stílnum. Í stað þess að reyna að troða þýðingunni inn í tímavél leyfir hún henni að flæða og kallast eðlilega á við frumtextann. „Stofan flýtur í tíma og rúmi“ skrifar skáldið um bernskuheimilið (bls. 11) og þessi orð eiga nokkuð vel við um þýðinguna sem er hvorki óþægilega nútímaleg né þrungin fölskum „gamaldags“ tóni. Einfaldar myndir fá að halda tærleika sínum og persónurnar tala til okkar sönnum rómi.

Það er mikill fengur að þessari barndómsbók Tove Ditlevsen. Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé oft og tíðum sárt – og lesandi sem til þekkir freistist jafnvel til að lesa bókina með hliðsjón af þungum róðri fullorðinsáranna og napurlegum örlögum skáldsins – þá er Bernska langt í frá niðurdrepandi lesning heldur blæbrigðaríkt og gefandi verk. „Einn daginn mun ég skrifa niður öll orðin sem streyma í gegnum mig,“ segir litla telpan (bls. 25), svo fór auðvitað og fyrir það geta lesendur þá og nú verið þakklátir. Vonandi fylgja þýðandinn Þórdís og Benedikt bókaútgáfa Gift og Bernsku eftir með íslenskri þýðingu á Ungdom strax á næsta ári – bækur Tove Ditlevsen eiga ekki síður brýnt erindi við lesendur dagsins í dag en fyrri kynslóðir.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár