Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mikill fengur að Tove

Á að­eins hundrað síð­um teikn­ar Tove Dit­lev­sen upp stærri heim en flest­ir gera á mörg hundruð síð­um. Bernska er blæ­brigða­ríkt og gef­andi verk þrátt fyr­ir að um­fjöll­un­ar­efn­ið sé oft og tíð­um sárt.

Mikill fengur að Tove
Tove Ditlevsen Höfundur bókarinnar Bernska hleypir litlu viðkvæmu dýri úr kjallarnum í endurminningum sínum.
Bók

Bernska

Höfundur Tove Ditlevsen í þýðingu Þórdísar Gísladóttur
Benedikt bókaútgáfa
112 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Barnæskan er myrk og henni fylgir þjáning, líkt og hún sé lítið dýr sem hefur verið lokað inni í kjallara og gleymst. Hún gýs upp úr hálsinum eins og andardráttur í frosti og stundum er hún of lítil en stundum of stór.“ (bls. 33)

Tove Ditlevsen hleypir þessu litla og viðkvæma dýri út úr kjallaranum í endurminningabók sinni, Bernsku, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Fyrir ári kom út bókin Gift en ásamt Ungdom mynda þessi verk þríleik endurminninga sem höfundurinn sendi frá sér á árunum 1967–71. Það ber að þakka Benedikt bókaútgáfu fyrir að standa að útgáfu þessara merkisverka úr dönskum 20. aldar bókmenntum en bækur Tove Ditlevsen hafa hlotið talsverða athygli á alþjóðlegum vettvangi síðustu ár, tæpri hálfri öld eftir andlát höfundar.

Í Bernsku dregur skáldið upp áhrifaríka mynd af heldur nöturlegu heimilislífi á Vesturbrú í Kaupmannahöfn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Fjölskylda Tove litlu á sér ótrygga tilveru innan um aðrar fjölskyldur úr verkamannastétt á tímum styrjaldar og síðar heimskreppu. Fátækt og atvinnuleysi fylgir skömm þótt flestir séu að basla við það sama. Auk foreldra og bróður Tove kynnumst við meðal annars ógæfusömu fólki úr hverfinu, ósvífinni vinkonu, hryssingslegu skólafólki og ófrískum unglingsstúlkum.

Hver einasta persóna setur mark sitt á söguna þótt sumar þeirra birtist varla nema í örfáum setningum, en sérstaklega situr þó eftir sambandið við móðurina sem litla telpan ber afar mótsagnakenndar tilfinningar til. Telpan þráir ást móðurinnar en fjarlægðin á milli þeirra er áþreifanleg og harkan í garð barnsins óbærileg. Heimur bernskunnar er heimur sem hin fullorðnu hafa skapað og Tove lýsir því á sláandi hátt hve börn eru undirorpin öðrum í valdaleysi sínu. Litla telpan er „undarleg“, sækir í bækur eins og faðir hennar og kann ekki að leika sér. Hún felur sig á bak við uppgerðarheimsku, treður frumsömdum ljóðum ofan í buxnastrenginn svo að enginn sjái þau og undrast sífellt hversu aftengd hún er raunveruleikanum. Þegar veruleikinn er með þessum hætti er aftenging auðvitað öruggasta varnarviðbragð hins berskjaldaða barns.

Á aðeins hundrað síðum teiknar Tove Ditlevsen upp stærri heim en flestir gera á mörg hundruð síðum. Hvort tveggja innri heimur stúlkunnar og veröldin sem hún hrærist óviljug í verða ljóslifandi. Þýðing Þórdísar er afar vel heppnuð og nær tilgerðarlitlum en afdráttarlausum stílnum. Í stað þess að reyna að troða þýðingunni inn í tímavél leyfir hún henni að flæða og kallast eðlilega á við frumtextann. „Stofan flýtur í tíma og rúmi“ skrifar skáldið um bernskuheimilið (bls. 11) og þessi orð eiga nokkuð vel við um þýðinguna sem er hvorki óþægilega nútímaleg né þrungin fölskum „gamaldags“ tóni. Einfaldar myndir fá að halda tærleika sínum og persónurnar tala til okkar sönnum rómi.

Það er mikill fengur að þessari barndómsbók Tove Ditlevsen. Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé oft og tíðum sárt – og lesandi sem til þekkir freistist jafnvel til að lesa bókina með hliðsjón af þungum róðri fullorðinsáranna og napurlegum örlögum skáldsins – þá er Bernska langt í frá niðurdrepandi lesning heldur blæbrigðaríkt og gefandi verk. „Einn daginn mun ég skrifa niður öll orðin sem streyma í gegnum mig,“ segir litla telpan (bls. 25), svo fór auðvitað og fyrir það geta lesendur þá og nú verið þakklátir. Vonandi fylgja þýðandinn Þórdís og Benedikt bókaútgáfa Gift og Bernsku eftir með íslenskri þýðingu á Ungdom strax á næsta ári – bækur Tove Ditlevsen eiga ekki síður brýnt erindi við lesendur dagsins í dag en fyrri kynslóðir.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár