Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimsmet í hita slegin þrjá mánuði í röð

Ný­lið­inn sept­em­ber sló öll met. Á heimsvísu var hann hálfri gráðu heit­ari en sá sem áð­ur hafði mælst heit­ast­ur. Slík hækk­un milli met­mán­aða er án for­dæma. Júlí, ág­úst og sept­em­ber í ár hafa all­ir reynst þeir heit­ustu frá upp­hafi mæl­inga.

Heimsmet í hita slegin þrjá mánuði í röð
Hitabylgja Hollendingar flykktust á ströndina í september er hitabylgja gekk yfir. Mynd: AFP

Heitasti september frá upphafi mælinga. Heitasti ágúst frá upphafi mælinga. Heitasti júlí frá upphafi mælinga. Þrjá mánuði í röð hafa hitamet verið slegin. Þessi staðreynd veldur mörgum vísindamönnum óhug, ekki síst sú að september í ár var 0,5 gráðum hlýrri en sá sem áður hafði mælst heitastur í sögunni. Og slíkt hefur ekki áður sést í mælingum á hitastigi á Jörðinni. Gróðureldar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn tíðir á norðurhveli jarðar og síðustu mánuði. Og eldatíðinni er ekki lokið því enn á ný er nú barist við gróðurelda á Tenerife.

Í samantekt The Guardian á hitametum síðustu mánaða segir að nýliðinn september hafi verið 1,8 gráðum heitari en meðalhiti sama mánaðar fyrir iðnbyltingu samkvæmt rannsókn evrópskra og japanskra vísindamanna.

Losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast og er helsti drifkraftur hitanna nú en að auki hefur veðurfyrirbærið El Nino tekið við af La Nina í Kyrrahafinu. Líkt og gerist reglulega við þessi umskipti þýðir myndun El Nino að mikil varmalosun verður úr hafinu. Andrúmsloftið hlýnar þá enn frekar og telja vísindamenn nær óhætt að fullyrða að árið 2023 verði það heitasta frá upphafi mælinga en vara við að árið 2024 gæti orðið enn heitara enda reynslan sýnt að áhrif El Nino koma mest fram árið eftir að fyrirbærið myndast.

Út úr öllu korti

„September var, samkvæmt mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamanns, algjörlega galið,“ segir Zeke Hausfather, sem starfar að öflun gagna um veðurfar við Berkeley-háskóla.

„Ég er enn að reyna að ná utan um þá staðreynd hversu mikið hiti getur hækkað eitt árið miðað við þau fyrri,“ segir Mika Rantanen, loftslagssérfræðingur við finnsku veðurstofuna. Og fleiri vísindamenn hafa lýst undrun sinni. Ed Hawkins, sem starfar við háskólann í Reading, segir að hitastig síðustu mánaða hafi verið „með ólíkindum“.

Ef fram heldur sem horfir stefnir allt í að árið 2023 verði 1,4 gráðum heitara en árin fyrir iðnbyltingu að meðaltali.

Það er hins vegar ekki aðeins á norðurhveli jarðar sem hitinn hefur verið óvenjulega hár miðað við árstíma. September hefur líka slegið öll met í Ástralíu þar sem hann er vormánuður. Þar var 3-5 gráðum heitara á mörgum stöðum en nokkru sinni hefur mælst í mánuðinum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
3
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár