Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Líður langtum best í kyrrðinni

Mika­el Sig­urðs­son er fædd­ur og upp­al­inn í Hrís­ey og einn af fá­um íbú­um Hrís­eyj­ar í dag, mögu­lega sá eini, sem fædd­ist í eyj­unni. Hann hef­ur aldrei fund­ið fyr­ir ein­angr­un, nema þeg­ar hann fór til Gríms­eyj­ar.

Líður langtum best í kyrrðinni
Mikael Sigurðsson Mynd: Heimildin / Erla María

„Ég heiti Mikael Sigurðsson og er fæddur í Hrísey, það eru örugglega ekkert margir lifandi í dag sem eru fæddir hérna og eiga heima hérna. Ég er ekki viss um að það sé neinn bara. Ég er nýorðinn áttræður og er þakklátur fyrir góða heilsu, það er það sem skiptir öllu máli, sérstaklega þegar maður þekkir hvernig það er að vera heilsulaus. Maður er búinn að lenda í svo mörgu um dagana, búinn að brotna oft og vera skorinn upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú að geta gengið.

Ég þekki ekkert annað en að búa í Hrísey. Mér líður alltaf langtum best hérna, það er kyrrðin. Þó að við séum með íbúð inn frá, á Akureyri, þá efast ég um að við séum búin að sofa í hálfan mánuð í íbúðinni, það eru frekar barnabörnin sem nota hana. En hún er þá til.

Það var eitt mjög erfitt ár, 1959, þegar flugslysið varð á Vaðlaheiði. Þá fórust þrír héðan, þar af fermingarbróðir minn og annar vinur sem var ári eldri, við vorum mjög miklir vinir. Það var mjög erfitt. Þarna voru hjón sem misstu tvo stráka.

„Eina skiptið sem mér hefur fundist ég vera innilokaður er þegar ég var í Grímsey“

Við höfum aldrei verið einangruð hérna. Eina skiptið sem mér hefur fundist ég vera innilokaður er þegar ég var í Grímsey, ég fór oft út í Grímsey þegar ég var í fiskvinnsluvélunum, og þegar ég var þar einu sinni og gisti þá gerði norðvestan, alveg brjálað veður, við komumst varla neitt. Við vorum þarna í þrjá daga. Það gat ekkert skip komið upp að bryggjunni. Engin flugvél. Það er í eina skiptið sem ég hef fundið fyrir innilokunarkennd.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár