Kosningarnar í Póllandi þann 15. október gætu varla verið meira spennandi. Kannanir benda til að afar mjótt verði á munum og að eitt eða tvö þingsæti til eða frá gætu ráðið úrslitum. Og nokkuð er í húfi.
Kosningabandalag sem nefnir sig „Sameinað hægri“ hafa verið með meirihluta undanfarin átta ár en gætu nú misst hann. Sameinað hægri samanstendur af fimm flokkum og er langstærstur þeirra Pis flokkurinn, sem á íslensku nefnist „Lög og réttlæti“. Pis hefur ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið og í Brussel þykir stefna hans ganga gegn sumum af grundvallarhugmyndum sambandsins, svo sem um sjálfstæði dómstóla. Pólland hefur af þeim sökum verið sektað og auk þess ekki fengið greidda covid-styrki sem ESB greiddi annars út sökum faraldursins. Þá hafa lög um allsherjarbann gegn þungunarrofi verið afar umdeild. Flokkurinn hefur gert út á harða stefnu í innflytjendamálum, ekki síst gegn múslimum, og meðal annars gert flóttamenn sem …
Athugasemdir