Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kosið um framtíð Póllands

Það stefn­ir í spenn­andi þing­kosn­ing­ar í Póllandi eft­ir hálf­an mán­uð. Val­ur Gunn­ars­son er í Póllandi og mun fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni.

Kosið um framtíð Póllands
Pólland Spennandi kosningar eru fram undan í Póllandi. Nærri milljón Pólverjar tóku þátt í kröfugöngu í Varsjá á sunnudag þar sem breytinga er krafist í þingkosninunum sem fram fara 15. október. Mynd: AFP

Kosningarnar í Póllandi þann 15. október gætu varla verið meira spennandi. Kannanir benda til að afar mjótt verði á munum og að eitt eða tvö þingsæti til eða frá gætu ráðið úrslitum. Og nokkuð er í húfi. 

Kosningabandalag sem nefnir sig „Sameinað hægri“ hafa verið með meirihluta undanfarin átta ár en gætu nú misst hann. Sameinað hægri samanstendur af fimm flokkum og er langstærstur þeirra Pis flokkurinn, sem á íslensku nefnist „Lög og réttlæti“. Pis hefur ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið og í Brussel þykir stefna hans ganga gegn sumum af grundvallarhugmyndum sambandsins, svo sem um sjálfstæði dómstóla. Pólland hefur af þeim sökum verið sektað og auk þess ekki fengið greidda covid-styrki sem ESB greiddi annars út sökum faraldursins. Þá hafa lög um allsherjarbann gegn þungunarrofi verið afar umdeild. Flokkurinn hefur gert út á harða stefnu í innflytjendamálum, ekki síst gegn múslimum, og meðal annars gert flóttamenn sem …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár