Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkisvaldið geti mildað áhrif stýrivaxta á hag hinna lægst launuðu

Gylfi Zoega skrif­ar um áhrif vaxta, lífs­kjör og sjálf­stæði seðla­banka í nýj­ustu Vís­bend­ingu.

Ríkisvaldið geti mildað áhrif stýrivaxta á hag hinna lægst launuðu
Prófessor í hagfræði Gylfi Zoega segir æskilegt að aðilar vinnumarkaðar, ríkisstjórn og seðlabanki vinni saman að hjöðnun verðbólgu til þess að vextir á næstu misserum verði lægri. Mynd: RÚV

„Áhrif peningastefnunnar og einnig áhrif þess að verðbólga hækki yfir markmið á skiptingu tekna og eigna gera það að verkum að Seðlabankinn og peningastefnan verður umdeild og sjálfstæði hans jafnvel stundum ógnað. Það er því mikilvægt að vel takist með hagstjórn þannig að áhrif á skiptingu tekna og eigna sé sem minnst þótt hún verði alltaf einhver.“

Þetta er meðal þess sem Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir í grein í nýjustu Vísbendingu sem kom út í dag þar sem hann skrifar um vexti, lífskjör og sjálfstæði seðlabanka. 

Gylfi segir að til þess að svo megi verða sé mikilvægt að ríkisfjármálum, sköttum og útgjöldum sé stýrt á þann hátt að vextir geti verið sem stöðugastir. „Seðlabankinn ber einn ábyrgð á því að verðbólga sé í markmiði, ekki ríkisstjórn, en hún getur hjálpað til með ýmsu móti. Í fyrsta lagi verður að leyfa svokölluðum sjálfvirkum sveiflujöfnurum að hafa áhrif en þeir felast í því að afgangur myndast á rekstri ríkissjóðs í uppsveiflu og halli í kreppu. Með þessu móti dregur rekstur ríkissjóðs úr hagsveiflunni. Í öðru lagi getur ríkisvald mildað áhrif peningastefnu á hag hinna lægst launuðu með skattalegum aðgerðum undir sérstökum aðstæðum þegar sveiflur eru eða hafa verið mjög miklar. Það er einnig hægt að hafa samráð við viðskiptabanka og lífeyrissjóði um mildandi aðgerðir.“

Nú þegar endurfjármögnun hundruð milljarða óverðtryggðra húsnæðislána standi fyrir dyrum sé æskilegt að aðilar vinnumarkaðar, ríkisstjórn og seðlabanki vinni saman að hjöðnun verðbólgu til þess að vextir á næstu misserum verði lægri.

Áskrifendur Vísbendingar geta lesið greinina í heild á Vísbending.is.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár