Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sameiginlegur yfirdráttur heimila í fyrsta sinn yfir 100 milljarða króna

Um­boðs­mað­ur skuld­ara seg­ir róður­inn hjá fólki far­inn að þyngj­ast og þau hafi áhyggj­ur af stöð­unni. Í fyrsta sinn er sam­eig­in­leg­ur yf­ir­drátt­ur heim­ila í land­inu kom­inn yf­ir 100 millj­arða króna. Yf­ir­drátt­ar­lán eru dýr­ustu lán sem ein­stak­ling­ar geta tek­ið hjá banka. Um­boðs­mað­ur skuld­ara hvet­ur fólk til að leita sér að­stoð­ar fyrr en seinna, áð­ur en allt er kom­ið í óefni.

Sameiginlegur yfirdráttur heimila í fyrsta sinn yfir 100 milljarða króna

Heimili landsins höfðu tekið 100,3 milljarða króna að láni með yfirdrætti hjá stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka, um síðustu mánaðamót. Það er í fyrsta sinn sem sameiginleg yfirdráttarheimild íslenskra heimila fer yfir 100 milljarða króna markið. Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið.

Yfirdráttarlán heimila hafa hækkað umtalsvert á síðustu árum. Þau voru 84,3 milljarðar króna í lok árs 2021 og 91,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Aukningin nemur því 19 prósentum á tuttugu mánuðum og níu prósentum það sem af er ári. 

Róðurinn farinn að þyngjast

„Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, en þangað leitar fólk sem er komið í mikla greiðsluerfiðleika. Hún bendir á að fólk hafi oft ekki samband við embættið fyrr en það er komið í þrot og því finni þau oft fyrir aukningu nokkuð á eftir þróun á borð …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár