Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sameiginlegur yfirdráttur heimila í fyrsta sinn yfir 100 milljarða króna

Um­boðs­mað­ur skuld­ara seg­ir róður­inn hjá fólki far­inn að þyngj­ast og þau hafi áhyggj­ur af stöð­unni. Í fyrsta sinn er sam­eig­in­leg­ur yf­ir­drátt­ur heim­ila í land­inu kom­inn yf­ir 100 millj­arða króna. Yf­ir­drátt­ar­lán eru dýr­ustu lán sem ein­stak­ling­ar geta tek­ið hjá banka. Um­boðs­mað­ur skuld­ara hvet­ur fólk til að leita sér að­stoð­ar fyrr en seinna, áð­ur en allt er kom­ið í óefni.

Sameiginlegur yfirdráttur heimila í fyrsta sinn yfir 100 milljarða króna

Heimili landsins höfðu tekið 100,3 milljarða króna að láni með yfirdrætti hjá stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka, um síðustu mánaðamót. Það er í fyrsta sinn sem sameiginleg yfirdráttarheimild íslenskra heimila fer yfir 100 milljarða króna markið. Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið.

Yfirdráttarlán heimila hafa hækkað umtalsvert á síðustu árum. Þau voru 84,3 milljarðar króna í lok árs 2021 og 91,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Aukningin nemur því 19 prósentum á tuttugu mánuðum og níu prósentum það sem af er ári. 

Róðurinn farinn að þyngjast

„Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, en þangað leitar fólk sem er komið í mikla greiðsluerfiðleika. Hún bendir á að fólk hafi oft ekki samband við embættið fyrr en það er komið í þrot og því finni þau oft fyrir aukningu nokkuð á eftir þróun á borð …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár