Heimili landsins höfðu tekið 100,3 milljarða króna að láni með yfirdrætti hjá stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka, um síðustu mánaðamót. Það er í fyrsta sinn sem sameiginleg yfirdráttarheimild íslenskra heimila fer yfir 100 milljarða króna markið. Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið.
Yfirdráttarlán heimila hafa hækkað umtalsvert á síðustu árum. Þau voru 84,3 milljarðar króna í lok árs 2021 og 91,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Aukningin nemur því 19 prósentum á tuttugu mánuðum og níu prósentum það sem af er ári.
Róðurinn farinn að þyngjast
„Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, en þangað leitar fólk sem er komið í mikla greiðsluerfiðleika. Hún bendir á að fólk hafi oft ekki samband við embættið fyrr en það er komið í þrot og því finni þau oft fyrir aukningu nokkuð á eftir þróun á borð …
Athugasemdir